Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwyp grein 44
  • Eru munnmök það sama og kynmök?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Eru munnmök það sama og kynmök?
  • Ungt fólk spyr
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Hvað heldur þú?
  • Hverjar eru staðreyndirnar?
  • Hvers vegna skiptir það máli?
  • Hvernig get ég útskýrt afstöðu mína til kynlífs?
    Ungt fólk spyr
  • Ræðið um kynferðismál við börnin ykkar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2011
  • Mun kynlíf styrkja sambandið?
    Vaknið! – 2010
  • Hjálpaðu börnum þínum að tileinka sér góð siðferðisgildi
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2011
Sjá meira
Ungt fólk spyr
ijwyp grein 44
Mynd af ungum manni og ungri konu.

UNGT FÓLK SPYR

Eru munnmök það sama og kynmök?

Samkvæmt skýrslu frá Sóttvarna- og forvarnamiðstöð Bandaríkjanna hefur um helmingur þeirra sem spurðir voru, á aldrinum 15 til 19 ára, haft munnmök. „Ef þú talar við ungt fólk [um munnmök] segja þau að það sé ekkert stórmál,“ segir Sharlene Azam, höfundur bókarinnar Oral Sex Is the New Goodnight Kiss. „Þeim finnst það ekki vera það sama og að hafa kynmök.“

  • Hvað heldur þú?

  • Hverjar eru staðreyndirnar?

  • Hvers vegna skiptir það máli?

Hvað heldur þú?

Merktu já eða nei við eftirfarandi spurningar:

  1. Getur stelpa orðið ófrísk við það að hafa munnmök?

    1. Já

    2. Nei

  2. Eru munnmök hættuleg heilsunni?

    1. Já

    2. Nei

  3. Eru munnmök það sama og kynmök?

    1. Já

    2. Nei

Hverjar eru staðreyndirnar?

Berðu svar þitt saman við eftirfarandi svör:

  1. Getur stelpa orðið ófrísk við það að hafa munnmök?

    Svar: Nei. Þess vegna halda margir því ranglega fram að munnmök séu skaðlaus.

  2. Eru munnmök hættuleg heilsunni?

    Svar: Já. Sá sem hefur munnmök getur fengið kynsjúkdóma eins og lifrarbólgu (A eða B), vörtur, lekanda, herpes, alnæmi (HIV) eða sárasótt.

  3. Eru munnmök það sama og kynmök?

    Svar: Já. Kynmök eiga ekki bara við um venjulegar samfarir heldur líka kynlífsathafnir eins og munnmök, endaþarmsmök og það að gæla við kynfæri annarrar manneskju.

Hvers vegna skiptir það máli?

Hugleiddu nokkur biblíuvers sem fjalla um þetta efni.

Biblían segir: „Guð vill að þið … haldið ykkur frá kynferðislegu siðleysi.“ – 1. Þessaloníkubréf 4:3.

Orðið í frummálinu sem er hér þýtt ,kynferðislegt siðleysi‘ á við um allar kynlífsathafnir utan hjónabands þar á meðal samfarir, munnmök, endaþarmsmök og það að gæla við kynfæri annarrar manneskju. Það getur haft alvarlegar afleiðingar að stunda kynferðislegt siðleysi. Og það alvarlegasta er að sá sem gerir það skaðar samband sitt við Guð. – 1. Pétursbréf 3:12.

Biblían segir: „Sá sem stundar kynferðislegt siðleysi syndgar gegn sínum eigin líkama.“ – 1. Korintubréf 6:18.

Munnmök geta haft alvarlegar líkamlegar og andlegar afleiðingar í för með sér. Þau geta líka valdið tilfinningalegum skaða. „Tilfinningar eins og að finnast maður vera notaður, svikinn eða vera sorgmæddur eru ekki bundnar við samfarir í leggöng,“ segir í bókinni Talking Sex With Your Kids. „Manni getur liðið mjög illa af því að hafa kynmök á röngum forsendum og þá skiptir ekki máli hvers konar kynlíf það er. Kynlíf er kynlíf.“

Biblían segir: „Ég er Drottinn, Guð þinn, sem kenni þér það sem gagnlegt er.“ – Jesaja 48:17.

Treystirðu að lög Guðs um kynlíf séu þér fyrir bestu? Eða finnst þér þau vera of ströng? Það getur hjálpað þér að hugsa um umferðarmikla götu með hraðatakmörkunum, vegamerkjum og stöðvunarskyldum. Líturðu svo á að þessi umferðarmerki séu of ströng eða veita þau þér vernd? Hvað myndi gerast ef þú og aðrir ökumenn hunsuðu þau algerlega?

Ökumaður hunsar umferðarmerki og keyrir á öfugum vegarhelmingi.

Umferðarlög setja þér ákveðnar skorður en þau eru til að vernda þig. Á sama hátt setja lög Guðs þér ákveðnar skorður sem vernda þig.

Það sama má segja um meginreglur Guðs. Ef þú hunsar þær uppskerðu eins og þú sáir. (Galatabréfið 6:7) „Ef þú snýrð baki við eigin lífsgildum og skoðunum og tekur þátt í einhverju sem þér finnst ekki vera rétt áttu smátt og smátt eftir að missa virðinguna fyrir sjálfum þér,“ segir í bókinni Sex Smart. Hins vegar ef þú lifir eftir meginreglum Guðs sýnirðu að þú hefur sterka siðferðisvitund. Og þú hefur hreina samvisku. – 1. Pétursbréf 3:16.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila