Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwbq grein 98
  • Hvað segir Biblían um áfengi? Er synd að drekka?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvað segir Biblían um áfengi? Er synd að drekka?
  • Biblíuspurningar og svör
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Svar Biblíunnar
  • Viðhorf Guðs til áfengis haft að leiðarljósi
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2023
  • Hvert er viðhorf Guðs til áfengis?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2010
  • Farðu varlega með áfengi
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2005
  • Hvernig ættum við að líta á áfengi?
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
Sjá meira
Biblíuspurningar og svör
ijwbq grein 98
Skuggamynd af manni sem hallar höfðinu aftur þegar hann drekkur úr flösku.

Hvað segir Biblían um áfengi? Er synd að drekka?

Svar Biblíunnar

Það er ekki synd að drekka áfengi í hófi. Í Biblíunni er vín nefnt gjöf frá Guði sem getur gert lífið ánægjulegra. (Sálmur 104:14, 15; Prédikarinn 3:13; 9:7) Þar segir líka að það geti haft læknandi áhrif. – 1. Tímóteusarbréf 5:23.

Jesús drakk vín þegar hann var á jörðinni. (Matteus 26:29; Lúkas 7:34) Eitt af hans þekktu kraftaverkum var að breyta vatni í vín en það reyndist rausnarleg gjöf til brúðhjóna. – Jóhannes 2:1–10.

Hættur samfara ofdrykkju

Þótt Biblían tali um jákvæðar hliðar víns fordæmir hún ofdrykkju og ölvun. Þjónn Guðs sem velur að drekka áfengi ætti að gera það í hófi. (1. Tímóteusarbréf 3:8; Títusarbréfið 2:2, 3) Biblían bendir á nokkrar ástæður til að forðast ofdrykkju.

  • Hún skaðar dómgreindina. (Orðskviðirnir 23:29–35) Drukkinn manneskja getur ekki uppfyllt fyrirmæli Biblíunnar um að ‚bjóða fram líkama sinn að lifandi og heilagri fórn sem Guð hefur velþóknun á, að beita skynseminni í heilagri þjónustu hans‘. – Rómverjabréfið 12:1.

  • Ofdrykkja tekur burt hömlur og „sviptir burt hvötinni til að gera rétt“. – Hósea 4:11; Efesusbréfið 5:18.

  • Hún getur orsakað fátækt og alvarleg heilsuvandamál. – Orðskviðirnir 23:21, 31, 32.

  • Mikil drykkja og ölvun er Guði vanþóknanleg. – Orðskviðirnir 23:20; Galatabréfið 5:19–21.

Hversu mikið er of mikið?

Þegar drykkjan hefur skaðleg áhrif á mann sjálfan eða aðra er hún orðin of mikil. Samkvæmt Biblíunni er ofdrykkja ekki það að missa meðvitund heldur það að vera illa áttaður, valtur á fótum, þrætugjarn eða þvoglumæltur. (Jobsbók 12:25; Sálmur 107:27; Orðskviðirnir 23:29, 30, 33) Jafnvel þeir sem forðast að verða drukknir geta ‚íþyngt hjörtum sínum með drykkju‘ og fundið fyrir alvarlegum afleiðingum hennar. – Lúkas 21:34, 35.

Algert bindindi

Biblían bendir líka á aðstæður þar sem þjónar Guðs ættu alveg að sleppa því að drekka áfengi:

  • Þegar það gæti orðið öðrum að falli. – Rómverjabréfið 14:21.

  • Þegar neysla áfengis er ólögleg í landinu. – Rómverjabréfið 14:21.

  • Þegar maður hefur ekki stjórn á drykkjunni. Þeir sem eiga við alkóhólisma að stríða eða þeir sem misnota áfengi verða að vera fúsir til að grípa til róttækra aðgerða. – Matteus 5:29, 30.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila