Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwyp grein 49
  • Skiptir máli hvernig tónlist ég hlusta á?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Skiptir máli hvernig tónlist ég hlusta á?
  • Ungt fólk spyr
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Kostirnir
  • Hætturnar
  • Hef ég rétt viðhorf til tónlistar?
    Spurningar unga fólksins — svör sem duga, 2. bindi
  • Varið ykkur á óheilnæmri tónlist!
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1993
Ungt fólk spyr
ijwyp grein 49
Ung stelpa hlustar á tónlist.

UNGT FÓLK SPYR

Skiptir máli hvernig tónlist ég hlusta á?

„Þegar ég hef mig til á morgnana kveiki ég á tónlist. Þegar ég sest inn í bílinn kveiki ég á tónlist. Þegar ég er heima að slappa af, þrífa, jafnvel að lesa, hlusta ég á tónlist. Ég hlusta á tónlist daginn út og daginn inn.“ – Carla.

Er tónlist jafn stór hluti af þínu lífi og Cörlu? Ef svo er getur þessi grein hjálpað þér að njóta tónlistar, forðast hætturnar og vanda valið.

  • Kostirnir

  • Hætturnar

  • Hvað segja jafnaldrarnir?

Kostirnir

Að hlusta á tónlist mætti líkja við það að borða mat. Hvort tveggja getur gert manni gott ef það er vel valið og hæfilega mikið. Veltu þessu fyrir þér:

  • Tónlist getur bætt skapið.

    „Á slæmum degi kveiki ég á uppáhalds tónlistinni minni og þá líður mér strax betur.“ – Mark.

  • Með tónlist geturðu ferðast aftur í tímann.

    „Oft rifjast upp fyrir mér góðar minningar þegar ég heyri viss lög. Mér finnst því alltaf jafn gaman að heyra þau.“ – Sheila.

  • Tónlist getur verið sameiningarafl.

    „Þegar ég var á alþjóðamóti Votta Jehóva og allir sungu saman lokasönginn gat ég ekki haldið aftur af tárunum. Við töluðum mismunandi tungumál en tónlistin sameinaði okkur.“ – Tammy.

  • Tónlist getur hjálpað manni að þroska með sér verðmæta eiginleika.

    „Það þarf sjálfsaga og þolinmæði til að læra á hljóðfæri. Maður verður ekki snillingur á augabragði. Eina leiðin til að taka framförum er að sýna þolinmæði.“ – Anna.

Vissir þú? Í stærstu bók Biblíunnar, Sálmunum, eru 150 söngvar.

Ungur maður horfir á rotin epli.

Vertu jafn vandlátur á tónlist og á mat.

Hætturnar

Sum tónlist getur verið skaðleg, ekki ósvipað og skemmdur matur. Hugleiddu hvers vegna.

  • Margir söngtextar eru grófir, með siðlaust orðbragð.

    „Það er engu líkara en að allir vinsælir söngtextar fjalli bara um kynlíf. Það er ekki einu sinni reynt að fela það lengur.“ – Hannah.

    Í Biblíunni segir: „Frillulífi og óhreinleiki yfirleitt eða ágirnd á ekki einu sinni að nefnast á nafn meðal ykkar.“ (Efesusbréfið 5:3) Spyrðu þig: Hlusta ég á tónlist sem hindrar mig í að fylgja þessum leiðbeiningum?

  • Sum tónlist getur gert mann dapran.

    „Sumar nætur ligg ég andvaka og hlusta á tónlist sem fær mig til að hugsa um það sem gerir mig dapra. Sorgleg tónlist getur kallað fram neikvæðar hugsanir hjá mér.“ – Tammy.

    Í Biblíunni segir: „Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru.“ (Orðskviðirnir 4:23) Spyrðu þig: Hlusta ég á tónlist sem kallar fram neikvæðar hugsanir?

  • Sum tónlist getur vakið hjá manni reiði.

    „Tónlist, sem einkennist af reiði, sjálfsfyrirlitningu og hatri, er lúmsk hætta sem ég þarf að vara mig á. Eftir að ég hafði hlustað á þannig tónlist tók ég eftir greinilegum skapsveiflum. Fjölskyldan mín tók líka eftir því.“ – John.

    Í Biblíunni segir: „Þið [skuluð] segja skilið við allt þetta: reiði, bræði, vonsku, lastmæli, svívirðilegt orðbragð.“ (Kólossubréfið 3:8) Spyrðu þig: Hlusta ég á tónlist sem gerir mig árásargjarnan og jafnvel tilfinningalausan gagnvart öðrum?

Niðurstaðan er þessi: Vandaðu valið. Það reynir Julie að gera, en hún er stelpa á unglingsaldri. „Ég fer reglulega í gegnum tónlistina mína og hendi því sem er óviðeigandi,“ segir hún. „Það er ekki alltaf auðvelt, en ég veit að það er það rétta.“

Tara er ung kona sem hefur uppgötvað eitthvað svipað. Hún segir: „Stundum heyri ég byrjunina á grípandi lagi í útvarpinu heyri svo textann og átta mig þá á að ég ætti að skipta um stöð. Það er eins og að slíta sig frá ljúffengri tertu eftir bara einn munnbita! En ef ég hef viljastyrk til að hafna söng um kynlíf er líklegra að ég hafi styrk til að hafna kynlífi fyrir hjónaband. Ég vil ekki vanmeta þau áhrif sem tónlist gæti haft á mig.“

HVAÐ SEGJA JAFNALDRARNIR?

Abigal.

„Tónlist getur haft mjög mikil áhrif á skapið. Ef maður er ekki á varðbergi getur tónlist haft neikvæð áhrif sem maður tekur ekki eftir fyrr en maður er orðinn háður henni.“ – Abigail.

Robert.

„Meira að segja er hægt að fá lag á heilann sem maður heyrir bara í tvö, þrjú skipti. Þess vegna er gott að slökkva strax ef lagið virðist slæmt. Annars getur það greipst í huga manns.“ – Robert.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila