Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwbq grein 119
  • Hver eða hvað er Orð Guðs?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hver eða hvað er Orð Guðs?
  • Biblíuspurningar og svör
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Svar Biblíunnar
  • Af hverju er Jesús kallaður sonur Guðs?
    Biblíuspurningar og svör
  • Sannleikurinn um föðurinn, soninn og heilagan anda
    Hvað kennir Biblían?
  • „Jesús Kristur er Drottinn“ — hvernig og hvenær?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1994
  • Hver er Jesús Kristur?
    Hvað kennir Biblían?
Sjá meira
Biblíuspurningar og svör
ijwbq grein 119
Jesús heldur á bókrollu og talar.

Hver eða hvað er Orð Guðs?

Svar Biblíunnar

Orðasambandið „orð Guðs“ á yfirleitt við boðskap frá Guði. (Lúkas 11:28) Á nokkrum stöðum er „Orð Guðs“ eða „Orðið“ notað sem titill persónu. – Opinberunarbókin 19:13; Jóhannes 1:14.

Boðskapur frá Guði. Spámennirnir sögðu oft að boðskapurinn sem þeir færðu væri orð Guðs. Jeremía hóf til dæmis spádómlegan boðskap sinn á því að segja: „Orð Jehóva kom til mín.“ (Jeremía 1:4, 11, 13; 2:1) Áður en spámaðurinn Samúel tilkynnti Sál að Guð hefði valið hann sem konung sagði hann: „Staldra þú við … svo að ég geti flutt þér orð Guðs.“ – 1. Samúelsbók 9:27.

Titill persónu. „Orðið“ kemur líka fyrir í Biblíunni sem titill Jesú Krists, bæði sem andi á himni og sem maður á jörðinni. Skoðum nokkrar ástæður fyrir því að við segjum það:

  • Orðið var til á undan allri annarri sköpun. „Í upphafi var Orðið … Hann var í upphafi hjá Guði.“ (Jóhannes 1:1, 2) Jesús er „frumburður alls sem er skapað. Hann var til á undan öllu öðru.“ – Kólossubréfið 1:13–15, 17.

  • Orðið kom til jarðar sem maður. „Orðið varð maður, hann bjó meðal okkar.“ (Jóhannes 1:14) Jesús Kristur „afsalaði sér öllu og varð eins og þræll, eins og hver annar maður“. – Filippíbréfið 2:5–7.

  • Orðið er sonur Guðs. Eftir að Jóhannes sagði: „Orðið varð maður“, eins og nefnt var hér á undan, sagði hann: „Við sáum dýrð hans, slíka dýrð sem einkasonur fær frá föður.“ (Jóhannes 1:14) Jóhannes skrifaði líka: ‚Jesús er sonur Guðs.‘ – 1. Jóhannesarbréf 4:15.

  • Orðið býr yfir guðlegum eiginleikum. „Orðið var guð“, eða „guðlegt“. (Jóhannes 1:1, neðanmáls) Jesús er „endurskin dýrðar Guðs og nákvæm eftirmynd hans“. – Hebreabréfið 1:2, 3.

  • Orðið ríkir sem konungur. Í Biblíunni segir að á höfði Orðs Guðs séu „mörg konungleg höfuðbönd“. (Opinberunarbókin 19:12, 13, neðanmáls) Orðið er líka kallað „konungur konunga og Drottinn drottna.“ (Opinberunarbókin 19:16) Jesús er einnig kallaður „konungur konunga og Drottinn drottna“. – 1. Tímóteusarbréf 6:14, 15.

  • Orðið er talsmaður Guðs. Titillinn „Orðið“ á greinilega við um þann sem Guð notar til að koma á framfæri upplýsingum og leiðbeiningum. Jesús sagðist sinna því hlutverki: „Faðirinn sem sendi mig [hefur] sagt mér hvað ég eigi að segja og um hvað ég eigi að tala … Allt sem ég segi tala ég því eins og faðirinn hefur sagt mér.“ – Jóhannes 12:49, 50.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila