Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwfq grein 55
  • Starfa Vottar Jehóva með öðrum trúfélögum?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Starfa Vottar Jehóva með öðrum trúfélögum?
  • Spurningar og svör um Votta Jehóva
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Taka vottar Jehóva þátt í trúarumræðum við fólk sem er annarrar trúar?
  • Samstarf milli trúfélaga - hvað finnst Guði um það
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2014
  • Eru Vottar Jehóva sannkristnir?
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
  • Af hverju trúirðu því sem þú trúir?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2001
  • Spurningar frá lesendum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1986
Sjá meira
Spurningar og svör um Votta Jehóva
ijwfq grein 55
Fólk í mismunandi trúarlegum klæðnaði

Starfa Vottar Jehóva með öðrum trúfélögum?

Sem Vottar Jehóva höfum við ánægju af að ræða um trú við fólk af öllum trúarbrögðum en tökum ekki þátt í sameiginlegri tilbeiðslu með öðrum trúfélögum. Biblían sýnir að sannkristnir menn eru samlyndir og sameinaðir í trúnni. (Efesusbréfið 4:16; 1. Korintubréf 1:10; Filippíbréfið 2:2) Það felur meira í sér en að vera sammála um dyggðir eins og kærleika, samkennd og fyrirgefningu. Trúarskoðanir okkar byggjast á nákvæmri þekkingu á Biblíunni en án þekkingarinnar væri trú okkar til einskis. – Rómverjabréfið 10:2, 3.

Í Biblíunni er því líkt við ójafnt ok að tilbiðja með þeim sem eru annarrar trúar. Slíkt misræmi myndi skaða trú sannkristins manns. (2. Korintubréf 6:14-17) Jesús leyfði fylgjendum sínum þess vegna ekki að tilbiðja með fólki sem er annarrar trúar. (Matteus 12:30; Jóhannes 14:6) Lögin, sem Guð gaf fyrir milligöngu Móse, bönnuðu líka Ísraelsmönnum til forna að taka þátt í tilbeiðslu nágrannaþjóðanna. (2. Mósebók 34:11-14) Seinna höfnuðu trúfastir Ísraelsmenn boði um hjálp sem fæli í sér trúarlegt bandalag við fólk sem var annarrar trúar. – Esrabók 4:1-3.

Taka vottar Jehóva þátt í trúarumræðum við fólk sem er annarrar trúar?

Já. Við höfum, líkt og Páll postuli, áhuga á að reyna að skilja hugsun og trúarskoðanir ,sem flestra‘ þegar við boðum trúna. (1. Korintubréf 9:19-22) Þegar við ræðum við fólk reynum við að fara eftir ráðleggingum Biblíunnar um að að sýna öðrum „virðingu“. – 1. Pétursbréf 3:15, 16.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila