Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwbq grein 140
  • Hvernig frelsar Jesús?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvernig frelsar Jesús?
  • Biblíuspurningar og svör
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Svar Biblíunnar
  • Það sem við verðum að gera til að frelsast
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1989
  • Einu sinni frelsaður alltaf frelsaður?
    Biblíuspurningar og svör
  • Hvað er frelsun?
    Biblíuspurningar og svör
  • „Trúðu á Jesú“ – er nóg að trúa á Jesú til að hljóta björgun?
    Biblíuspurningar og svör
Sjá meira
Biblíuspurningar og svör
ijwbq grein 140
Jesús umkringdur fólki af ýmsum kynþáttum

Hvernig frelsar Jesús?

Svar Biblíunnar

Jesús frelsaði trúfasta menn og konur þegar hann gaf líf sitt sem lausnargjald. (Matteus 20:28) Þess vegna er Jesús kallaður „frelsari heimsins“ í Biblíunni. (1. Jóhannesarbréf 4:14) Þar segir einnig: „Ekki er hjálpræðið í neinum öðrum og ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld sem getur frelsað okkur.“ – Postulasagan 4:12.

Jesús dó fyrir alla sem iðka trú á hann. (Hebreabréfið 2:9; Jóhannes 3:16) Síðan ,uppvakti Guð hann frá dauðum,‘ og Jesús sneri aftur til himna sem andavera. (Postulasagan 3:15) Þar getur Jesús „til fulls frelsað þá sem hann leiðir fram fyrir Guð þar sem hann ávallt lifir til að biðja fyrir þeim.“ – Hebreabréfið 7:25.

Hvers vegna þurfum við á því að halda að Jesús biðji fyrir okkur?

Við erum öll syndarar. (Rómverjabréfið 3:23) Syndin myndar gjá á milli okkar og Guðs og leiðir til dauða. (Rómverjabréfið 6:23) En Jesús er ,málsvari‘ þeirra sem iðka trú á lausnarfórn hans. (1. Jóhannesarbréf 2:1) Jesús biður fyrir þeim, að Guð heyri bænir þeirra og veiti þeim fyrirgefningu synda sinna á grundvelli fórnardauða síns. (Matteus 1:21; Rómverjabréfið 8:34) Guð bregst við slíkum bænum sem Jesús ber fram vegna þess að þær eru í samræmi við vilja hans. Guð sendi Jesús til jarðarinnar ,til að frelsa heiminn‘.– Jóhannes 3:17.

Þurfum við bara að trúa á Jesú til að fá frelsun?

Nei, þótt við verðum að trúa á Jesú til að öðlast frelsi er meira krafist. (Postulasagan 16:30, 31) Í Biblíunni segir: „Eins og líkaminn er dauður án anda, eins er og trúin dauð án verka.“ (Jakobsbréfið 2:26) Til að fá frelsun verðum við að:

  • Læra um Jesú og föður hans, Jehóva. – Jóhannes 17:3.

  • Byggja upp trú á þá. – Jóhannes 12:44; 14:1.

  • Sýna trú okkar í verki með því að hlýða boðum þeirra. (Lúkas 6:46; 1. Jóhannesarbréf 2:17) Jesús sagði að ekki myndi hver sem segði við hann „Drottinn“ fá frelsun heldur aðeins þeir sem ,gerðu vilja föður hans sem er á himnum‘.– Matteus 7:21.

  • Halda áfram að sýna trú okkar í verki þrátt fyrir erfiðleika. Jesús gaf það skýrt til kynna þegar hann sagði: „Sá sem staðfastur er allt til enda verður hólpinn.“ – Matteus 24:13.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila