Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwhf grein 1
  • Hvernig geturðu haft stjórn á skapi þínu?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvernig geturðu haft stjórn á skapi þínu?
  • Góð ráð handa fjölskyldunni
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Gott er að vita
  • Hvað er til ráða?
  • Hvað segir Biblían um reiði?
    Biblíuspurningar og svör
  • Er alltaf rangt að reiðast?
    Vaknið! – 1994
  • Tilfinningaleg líðan
    Vaknið! – 2019
Góð ráð handa fjölskyldunni
ijwhf grein 1
Eiginkona reiðist þegar eiginmaður hennar horfir á sjónvarpið á meðan hún vaskar upp

GÓÐ RÁÐ HANDA FJÖLSKYLDUNNI

Hvernig geturðu haft stjórn á skapi þínu?

Maki þinn segir eða gerir eitthvað sem reitir þig til reiði og þú reynir að bæla niður reiðina. En þá finnur maki þinn að eitthvað er að og byrjar að spyrja þig spjörunum úr. Það verður til þess að þú verður enn reiðari. Hvernig geturðu haft stjórn á skapinu þegar hitnar í kolunum?

  • Gott er að vita

  • Hvað er til ráða?

Gott er að vita

  • Að missa stjórn á skapinu getur skaðað heilsuna. Rannsóknir gefa til kynna að stjórnlaus reiði auki hættu á háum blóðþrýstingi, hjartasjúkdómum, þunglyndi og meltingartruflunum. Einnig hafa fundist tengsl á milli reiði og svefnleysis, aukins kvíða, húðvandamála og heilablóðfalls. Það er ekki að ástæðulausu að Biblían segir: „Lát af reiði, slepp heiftinni, ver eigi of bráður, það leiðir til ills eins.“ – Sálmur 37:8.

  • Að bæla niður reiði getur líka verið skaðlegt. Reiði sem fær að skjóta rótum getur verið eins og sjúkdómur sem skaðar þig innan frá. Þú getur til dæmis orðið bitur og gagnrýninn. Það myndi gera öðrum erfitt fyrir að búa með þér og gæti skaðað hjónaband þitt alvarlega.

Hvað er til ráða?

  • Reyndu að koma auga á góða eiginleika í fari maka þíns. Skrifaðu niður þrennt sem þér finnst aðlaðandi í fari maka þíns. Næst þegar þú reiðist út í maka þinn skaltu rifja þessa eiginleika upp. Þetta gæti hjálpað þér að hafa stjórn á skapinu.

    Meginregla Biblíunnar: „Verið þakklát.“ – Kólossubréfið 3:15.

    Önnum kafin eiginkona rifjar upp hvernig eiginmaður hennar hjálpar til við húsverkin, hlustar á hana og annast hana þegar hún er veik
  • Vertu fús að fyrirgefa. Fyrst skaltu reyna að sjá hlutina frá sjónarhóli maka þíns. Það hjálpar þér að sýna samkennd sem Biblían kallar að vera ,hluttekningarsamur‘. (1. Pétursbréf 3:8) Næst skaltu spyrja þig: Er ástæðan fyrir reiði minni svo alvarleg að ég geti ekki fyrirgefið?

    Meginregla Biblíunnar: „Það er viska ... að láta rangsleitni ekki á sig fá.“ – Orðskviðirnir 19:11.

  • Sýndu góðvild og háttvísi þegar þú tjáir tilfinningar þínar. Notaðu „ég“ setningar. Frekar en að segja: „Þú ert svo tillitslaus að hringja ekki og láta mig vita hvar þú ert,“ skaltu segja: „Það veldur mér áhyggjum þegar það er orðið áliðið og ég veit ekki hvort það er allt í lagi með þig.“ Að tjá þig með mildi getur hjálpað þér að hafa stjórn á skapinu.

    Meginregla Biblíunnar: „Mál ykkar sé ætíð ljúflegt en salti kryddað.“ – Kólossubréfið 4:6.

  • Hlustaðu með virðingu. Þegar þú ert búinn að segja þína skoðun skaltu leyfa maka þínum að svara án þess að grípa fram í. Þegar maki þinn hefur svarað skaltu umorða það sem hann sagði til að athuga hvort þú skildir það rétt. Þessi einfalda aðferð við að hlusta getur komið að góðum notum við að hafa stjórn á skapinu.

    Meginregla Biblíunnar: „Maður skal vera fljótur til að heyra, seinn til að tala.“ – Jakobsbréfið 1:19.

Tim og Jennifer

Ef þú byrgir reiðina inni skýtur vandamálið aftur og aftur upp kollinum og þú missir að lokum stjórn á þér. Það er betra að ræða vandamálið vinsamlega. „Eftir að hafa rætt málin segjum við hjónin gjarnan ,verum nú aftur vinir‘“. – Jennifer og eiginmaður hennar, Tim.

Jade og Corey

„Eitt sem ég kann mjög vel að meta við manninn minn er að hann hlustar alltaf á mig og virðir áhyggjur mínar. Jafnvel þótt hann sé mér ekki sammála þá er hann tilbúinn að skoða málin frá mínu sjónarhorni. Hann gerir aldrei lítið úr mér fyrir tilfinningar mínar.“ – Jade og eiginmaður hennar, Corey.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila