Fara dýr til himna?
Svar Biblíunnar
Biblían kennir að af öllum sköpunarverunum á jörðinni fari aðeins takmarkaður fjöldi fólks til himna. (Opinberunarbókin 14:1, 3) Þar mun það ríkja sem konungar og prestar með Jesú. (Lúkas 22:28–30; Opinberunarbókin 5:9, 10) Mikill meirihluti fólks verður reistur upp til lífs í paradís á jörð. – Sálmur 37:11, 29.
Í Biblíunni er hvergi minnst á himnaríki fyrir hunda eða önnur gæludýr og það er góð ástæða fyrir því. Dýr geta ekki gert það sem þarf til að öðlast „himneska köllun“. (Hebreabréfið 3:1) Þau geta ekki aflað sér þekkingar, sýnt trú eða fylgt boðorðum Guðs. (Matteus 19:17; Jóhannes 3:16; 17:3) Aðeins mannkynið var skapað með von um að lifa að eilífu. – 1. Mósebók 2:16, 17; 3:22, 23.
Jarðneskar sköpunarverur þurfa að fá upprisu til að komast til himna. (1. Korintubréf 15:42) Biblían segir frá mörgum sem fengu upprisu. (1. Konungabók 17:17–24; 2. Konungabók 4:32–37; 13:20, 21; Lúkas 7:11–15; 8:41, 42, 49–56; Jóhannes 11:38–44; Postulasagan 9:36–42; 20:7–12) En það voru allt manneskjur, ekki dýr.
Hafa dýr sál?
Nei. Biblían segir að bæði dýr og menn séu sálir. (4. Mósebók 31:28) Þegar fyrsti maðurinn, Adam, var skapaður var honum ekki gefin sál heldur „varð [hann] lifandi sál“. (1. Mósebók 2:7, neðanmáls) Sál samanstendur af þessu tvennu: „mold jarðar“ og „lífsanda“.
Geta sálir dáið?
Já, Biblían kennir að sálir geti dáið. (3. Mósebók 21:11, neðanmáls; Esekíel 18:20) Bæði menn og dýr snúa aftur til moldar þegar þau deyja. (Prédikarinn 3:19, 20) Með öðrum orðum hætta þau að vera til.
Syndga dýr?
Nei. Synd er breytni, tilfinning eða hugsun sem stríðir gegn mælikvarða Guðs. Maður þarf að geta tekið ákvarðanir í siðferðismálum til að syndga en dýr hafa ekki þá hæfni. Þau fylgja að mestu leyti eðlishvöt á sinni stuttu ævi. (2. Pétursbréf 2:12) Og þau deyja að lokum þó að þau hafi ekki syndgað.
Er í lagi að fara illa með dýr?
Nei. Guð gaf mönnunum vald yfir dýrunum en ekki leyfi til að fara illa með þau. (1. Mósebók 1:28; Sálmur 8:6–8) Guði er umhugað um velferð dýranna, jafnvel smáfuglanna. (Jónas 4:11; Matteus 10:29) Hann sagði tilbiðjendum sínum að hugsa vel um dýrin. – 2. Mósebók 23:12; 5. Mósebók 25:4; Orðskviðirnir 12:10.