Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwbq grein 159
  • Fara dýr til himna?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Fara dýr til himna?
  • Biblíuspurningar og svör
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Svar Biblíunnar
  • Hafa dýr sál?
  • Geta sálir dáið?
  • Syndga dýr?
  • Er í lagi að fara illa með dýr?
  • Dýr
    Vaknið! – 2015
  • Hvernig kviknaði lífið?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2015
  • Vegan-lífsstíll – hvað segir Biblían?
    Fleiri viðfangsefni
  • Hvað eru „sál“ og „andi“?
    Hvað kennir Biblían?
Biblíuspurningar og svör
ijwbq grein 159
Hundur

Fara dýr til himna?

Svar Biblíunnar

Biblían kennir að af öllum sköpunarverunum á jörðinni fari aðeins takmarkaður fjöldi fólks til himna. (Opinberunarbókin 14:1, 3) Þar mun það ríkja sem konungar og prestar með Jesú. (Lúkas 22:28–30; Opinberunarbókin 5:9, 10) Mikill meirihluti fólks verður reistur upp til lífs í paradís á jörð. – Sálmur 37:11, 29.

Í Biblíunni er hvergi minnst á himnaríki fyrir hunda eða önnur gæludýr og það er góð ástæða fyrir því. Dýr geta ekki gert það sem þarf til að öðlast „himneska köllun“. (Hebreabréfið 3:1) Þau geta ekki aflað sér þekkingar, sýnt trú eða fylgt boðorðum Guðs. (Matteus 19:17; Jóhannes 3:16; 17:3) Aðeins mannkynið var skapað með von um að lifa að eilífu. – 1. Mósebók 2:16, 17; 3:22, 23.

Jarðneskar sköpunarverur þurfa að fá upprisu til að komast til himna. (1. Korintubréf 15:42) Biblían segir frá mörgum sem fengu upprisu. (1. Konungabók 17:17–24; 2. Konungabók 4:32–37; 13:20, 21; Lúkas 7:11–15; 8:41, 42, 49–56; Jóhannes 11:38–44; Postulasagan 9:36–42; 20:7–12) En það voru allt manneskjur, ekki dýr.

  • Hafa dýr sál?

  • Geta sálir dáið?

  • Syndga dýr?

  • Er í lagi að fara illa með dýr?

Hafa dýr sál?

Nei. Biblían segir að bæði dýr og menn séu sálir. (4. Mósebók 31:28) Þegar fyrsti maðurinn, Adam, var skapaður var honum ekki gefin sál heldur „varð [hann] lifandi sál“. (1. Mósebók 2:7, neðanmáls) Sál samanstendur af þessu tvennu: „mold jarðar“ og „lífsanda“.

Geta sálir dáið?

Já, Biblían kennir að sálir geti dáið. (3. Mósebók 21:11, neðanmáls; Esekíel 18:20) Bæði menn og dýr snúa aftur til moldar þegar þau deyja. (Prédikarinn 3:19, 20) Með öðrum orðum hætta þau að vera til.

Syndga dýr?

Nei. Synd er breytni, tilfinning eða hugsun sem stríðir gegn mælikvarða Guðs. Maður þarf að geta tekið ákvarðanir í siðferðismálum til að syndga en dýr hafa ekki þá hæfni. Þau fylgja að mestu leyti eðlishvöt á sinni stuttu ævi. (2. Pétursbréf 2:12) Og þau deyja að lokum þó að þau hafi ekki syndgað.

Er í lagi að fara illa með dýr?

Nei. Guð gaf mönnunum vald yfir dýrunum en ekki leyfi til að fara illa með þau. (1. Mósebók 1:28; Sálmur 8:6–8) Guði er umhugað um velferð dýranna, jafnvel smáfuglanna. (Jónas 4:11; Matteus 10:29) Hann sagði tilbiðjendum sínum að hugsa vel um dýrin. – 2. Mósebók 23:12; 5. Mósebók 25:4; Orðskviðirnir 12:10.

Biblíuvers um dýr

1. Mósebók 1:28: „Guð blessaði [fyrstu hjónin] og sagði við þau: ‚Verið frjósöm, fjölgið ykkur og fyllið jörðina. Leggið hana undir ykkur og ríkið yfir fiskum hafsins, fleygum dýrum himins og öllum dýrum sem lifa og hrærast á jörðinni.‘“

Hvað þýðir það? Guð gaf mönnunum vald yfir dýrunum.

4. Mósebók 31:28: „Af hermönnunum sem fóru í stríðið skaltu taka í skatt … eina sál af hverjum 500, af fólki, nautgripum, ösnum, sauðfé og geitum.“

Hvað þýðir það? Bæði menn og dýr eru sálir.

Orðskviðirnir 12:10: „Hinn réttláti annast húsdýr sín.“

Hvað þýðir það? Gott fólk annast dýr af umhyggju, þar með talin gæludýrin sín.

Matteus 10:29: „Eru ekki tveir spörvar seldir fyrir einn smápening? Samt fellur enginn þeirra til jarðar án þess að faðir ykkar viti af því.“

Hvað þýðir það? Guð tekur eftir og ber umhyggju fyrir dýrum, jafnvel smáfuglum.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila