Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwex grein 2
  • Segðu þeim að þú elskir þau

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Segðu þeim að þú elskir þau
  • Reynslusögur af vottum Jehóva
Reynslusögur af vottum Jehóva
ijwex grein 2
 Zlatka fer með bæn þegar eiginmaður hennar kemur heim

Segðu þeim að þú elskir þau

Ong-li er vottur Jehóva í Búlgaríu. Hún leiðbeindi ungri konu sem heitir Zlatka við biblíunám. Eiginmaður Zlötku tók ekki þátt í biblíunáminu. Ong-li segir: „Þegar við ræddum um fjölskyldulífið lagði ég áherslu á mikilvægi þess að segja maka okkar og börnum að við elskum þau. Zlatka horfði sorgmædd á mig að sagði að hún hefði aldrei sagt manninum sínum eða níu ára dóttur að hún elskaði þau.“

Zlatka sagði: „Ég vil allt fyrir þau gera en ég get bara ekki sagt þessi orð.“ Svo bætti hún við: „Mamma hefur aldrei sagt mér að hún elski mig og amma sagði mömmu aldrei að hún elskaði hana.“ Ong-li sýndi Zlötku að Jehóva sagði Jesú upphátt að hann elskaði hann. (Matteus 3:17) Hún hvatti Zlötku til að leggja málið fyrir Jehóva í bæn og hafa það að markmiði að segja manninum sínum og dóttur að hún elski þau.

Ong-li segir: „Tveimur dögum seinna sagði Zlatka mér glöð í bragði að hún hefði beðið Jehóva um hjálp. Þegar maðurinn hennar kom heim sagði hún honum að hún hefði lært í biblíunámi sínu hve mikilvægt væri að eiginkona virði og elski eiginmann sinn. Síðan, eftir smá hik, sagði hún honum að hún elskaði hann innilega. Þegar dóttir Zlötku kom heim faðmaði hún hana og sagði henni að hún elskaði hana. Zlatka sagði við mig: ,Mér er svo létt. Tilfinningar mínar hafa verið bældar inni í mér öll þessi ár en með hjálp Jehóva hefur mér loks tekist að segja fjölskyldu minni að ég elski hana.‘“

Ong-li býður konu biblíunámskeið

Ong-li heldur áfram að bjóða áhugasömu fólki í nágreni sínu biblíunámskeið.

Ong-li segir: „Viku seinna hitti ég manninn hennar Zlötku og hann sagði við mig: ,Margir hafa sagt við mig að Zlatka ætti ekki að kynna sér Biblíuna með þinni hjálp en ég er sannfærður um að biblíunámið er gagnlegt fyrir fjölskyldu okkar. Samband okkar er miklu nánara og hamingjuríkara.“

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila