Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwyp grein 87
  • Hvernig get ég fengið meiri svefn?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvernig get ég fengið meiri svefn?
  • Ungt fólk spyr
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Hvers vegna þarftu á svefni að halda?
  • Hvað heldur fyrir þér vöku?
  • Hvernig geturðu fengið meiri svefn?
  • Nægur svefn er mikilvægur
    Vaknið! – 2011
  • Þú verður að fá nægan svefn!
    Vaknið! – 2003
Ungt fólk spyr
ijwyp grein 87
Unglingsstrákur sofnar í tíma í skólanum.

UNGT FÓLK SPYR

Hvernig get ég fengið meiri svefn?

Ef þér gengur illa í stærðfræði gætirðu hugsað sem svo að þú þurfir bara að leggja þig betur fram. Ef þér gengur ekki nógu vel í íþróttum gætirðu hugsað að þú þurfir bara að æfa meira. En í báðum tilfellum gæti vandamálið verið að þú fáir ekki nægan svefn. Skoðum hvers vegna.

  • Hvers vegna þarftu á svefni að halda?

  • Hvað heldur fyrir þér vöku?

  • Hvernig geturðu fengið meiri svefn?

  • Hvað segja jafnaldrarnir?

Hvers vegna þarftu á svefni að halda?

Sérfræðingar segja að flestir unglingar þurfi að sofa í um átta til tíu klukkustundir á hverri nóttu. Af hverju er mikilvægt að þú fáir nægan svefn?

  • Svefn hjálpar þér að hugsa skýrar. Svefn hefur verið kallaður „matur fyrir heilann“. Hann getur hjálpað þér að standa þig betur í skólanum, í íþróttum og í að leysa vandamál.

  • Svefn bætir skapið. Fólk sem fær ekki nægan svefn er líklegra til að finna fyrir skapsveiflum og depurð. Það getur líka átt erfiðara með að eiga góð samskipti við aðra.

  • Svefn gerir þig að betri bílstjóra. Í könnun sem gerð var í Bandaríkjunum kom fram að ökumenn á aldrinum 16–24 ára voru „nánast tvisvar sinnum líklegri til að vera syfjaðir þegar þeir lentu í slysi“ en ökumenn á aldrinum 40–59 ára.

  • Svefn stuðlar að betri heilsu. Svefn hjálpar líkamanum að viðhalda og endurnýja frumur, vefi og æðar. Góður svefn getur einnig dregið úr hættu á offitu, sykursýki og heilablóðfalli.

Unglingsstrákur vaknar eftir að hafa fengið nægan svefn. Sími er í hleðslu nálægt rúminu.

Rétt eins og sími þarf hleðslu til að halda áfram að virka þarft þú að fá nægan svefn til að vera vel upplagður.

Hvað heldur fyrir þér vöku?

Margir unglingar fá ekki þann svefn sem þeir þurfa þrátt fyrir kostina sem við höfum nefnt. Tökum sem dæmi það sem Elaine, sem er 16 ára, segir:

„Kennarinn spurði alla í bekknum hvenær þeir hafi farið að sofa. Flestir sögðust hafa farið að sofa um kl. 2. Nokkrir sögðust hafa farið að sofa um kl. 5. Það var aðeins einn nemandi sem sagðist hafa farið að sofa kl. 21:30.“

Hvað getur komið í veg fyrir að þú fáir nægan svefn?

Félagslíf. „Það er svo auðvelt að vaka fram eftir og eyða tímanum, sérstaklega á þeim kvöldum sem ég fer út með vinum.“ – Pamela.

Ábyrgð. „Mér finnst gott að sofa en það er erfitt að fá nægan svefn þegar maður hefur svona mikið að gera.“ – Ana.

Tækni. „Síminn minn er ein meginástæða þess að ég vanræki svefninn. Það er erfitt að freistast ekki til að kíkja á hann þegar ég er komin upp í rúm.“ – Anisa.

Hvernig geturðu fengið meiri svefn?

  • Hugleiddu viðhorf þitt til svefns. Í Biblíunni segir: „Betri er hnefafylli af ró en báðar hendur fullar af striti og eftirsókn eftir vindi.“ (Prédikarinn 4:6) Svefn er nauðsynlegur, ekki lúxus. Án hans vinnurðu ekki eins vel og nýtur ekki heldur afþreyingar eins vel.

  • Komdu auga á meginástæðu þess að þú færð ekki nægan svefn. Ertu til dæmis oft lengi úti með vinum þínum? Finnst þér þú hafa of mikið af heimavinnu og húsverkum? Heldur síminn fyrir þér vöku eftir að þú ættir að vera farinn að sofa eða vekur hann þig eftir að þú sofnar?

Til umhugsunar: Það getur verið erfitt að breyta því sem kemur helst í veg fyrir að þú fáir nægan svefn en árangurinn er þess virði. „Áform hins iðjusama færa arð,“ segir í Orðskviðunum 21:5.

Auðvitað getur verið að það sem virkar fyrir einn virki ekki fyrir einhvern annan. Sumir segja til dæmis að stuttur lúr á daginn hjálpi þeim að sofa betur á nóttunni. En aðrir segja það hafa þveröfug áhrif. Áttaðu þig á hvað hentar þér best. Eftirfarandi tillögur geta hjálpað:

  • Gefðu þér tíma til að slaka á. Ef þú slakar á áður en þú þarft að fara að sofa ertu líklega fljótari að sofna.

    „Það er gott að klára húsverkin og önnur verkefni snemma svo að þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af þeim þegar þú ættir að fara að sofa.“ – Maria.

  • Hugsaðu fram í tímann. Í stað þess að leyfa aðstæðunum að stjórna þér skaltu skipuleggja þig þannig að þú fáir nægan svefn.

    „Ég þarf að minnsta kosti átta klukkustunda svefn. Ef ég þarf að vakna fyrr en venjulega reikna ég því út hvenær ég þarf að fara að sofa.“ – Vincent.

  • Reyndu að vera stefnufastur. Líkamsklukkan vinnur bara með þér ef þú þjálfar hana. Sérfræðingar mæla með að fara að sofa og fara á fætur á sama tíma á hverjum degi. Prófaðu það í einn mánuð og taktu eftir hvernig það bætir líðan þína.

    „Ef þú ferð að sofa á sama tíma á hverju kvöldi er hugurinn endurnærður daginn eftir. Þetta hjálpar þér að ná betri árangri í hverju sem þú gerir.“ – Jared.

  • Hafðu jafnvægi í félagslífinu. Í Biblíunni erum við hvött til að vera hófsöm og það á einnig við um það sem þú gerir í frítíma þínum. – 1. Tímóteusarbréf 3:2, 11.

    „Ég hef þurft að læra að verja ekki eins miklum tíma í félagslífið á kvöldin. Ef ég set afþreyingu engin tímamörk kemur það niður á einhverju öðru, oftast svefninum.“ – Rebecca.

  • Leyfðu símanum líka að „sofa“. Í að minnsta kosti klukkustund áður en þú ferð að sofa skaltu standast freistinguna að vafra um netið eða senda vinum skilaboð. Reyndar vara sumir sérfræðingar við því að birtan sem kemur frá síma, sjónvarpi eða spjaldtölvu geti gert þér erfiðara fyrir að sofna.

    „Fólk ætlast til að hægt sé að ná í þig allan sólarhringinn. En þú þarft að leggja símann frá þér til að slaka almennilega á.“ – Julissa.

Hvað segja jafnaldrarnir?

Bailey

„Komdu þér upp reglu og haltu þig við hana. Ef þú ferð alltaf að sofa á sama tíma lærir líkami þinn að fylgja þeirri áætlun.“ – Bailey.

Katie

„Gerðu það að venju að fara að sofa á skynsamlegum tíma á hverju kvöldi. Svefn gerir líkamanum kleift að byggja sig upp og hjálpar þér að vera betur búinn undir næsta dag.“ – Katie.

Lorenzo

„Það er erfitt að vera fyrstur til að fara heim úr boði af því að þú veist að þú þarft að vakna snemma morguninn eftir. En að vera hógvær er hluti af því að verða þroskaður einstaklingur.“ – Lorenzo.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila