Neðanmáls
b Þeir sem hafa orðið fyrir nauðgun eða kynferðislegri misnotkun sem börn geta sótt hughreystingu í þá vitneskju að Guð lítur enn á þá sem ‚hreina og flekklausa.‘ (Filippíbréfið 2:15) Hver sá sem stundaði saurlifnað áður en hann komst til þekkingar á meginreglum Biblíunnar getur líka sótt hughreystingu í þá vitneskju að þeir hafi „laugast“ í augum Guðs vegna trúar sinnar á lausnarfórn Jesú. (1. Korintubréf 6:11) Kristinn maður, sem hefur fallið í siðleysi en síðan iðrast í einlægni og náð sér, getur einnig orðið hreinn frammi fyrir Guði. Ástríkir og skilningsríkir makar hafa oft verið fúsir til að fyrirgefa undir slíkum kringumstæðum.