Neðanmáls
a Vegna ákafa síns að sjá endurkomu Jesú hafa vottar Jehóva nefnt dagsetningar eða ártöl sem reyndust röng. Sökum þessa hafa sumir kallað þá falsspámenn. Þeir hafa þó aldrei í þessum tilvikum ætlað sér þá dul að spá ‚í nafni Jehóva.‘ Aldrei sögðu þeir: ‚Þetta eru orð Jehóva.‘ Varðturninn, opinbert málgagn votta Jehóva, hefur sagt: „Við höfum ekki spádómsgáfu.“ (Janúar 1883, bls. 425) „Ekki viljum við heldur að lotning sé borin fyrir ritverkum okkar eða þau álitin óskeikul.“ (15. desember 1896, bls. 306) Varðturninn hefur líka sagt að sú staðreynd að sumir hafi anda Jehóva merki „ekki að þeir er þjóna núna sem vottar Jehóva séu innblásnir. Það merkir ekki að greinarnar í þessu tímariti, Varðturninum, séu innblásnar, óskeikular og villulausar.“ (15. maí 1947, bls. 157) „Varðturninn heldur því ekki fram að orð hans séu innblásin og hann er ekki heldur kreddubundinn.“ (15. ágúst 1950, bls. 263) „Bræðurnir, sem semja þessi rit, eru auðvitað ekki óskeikulir. Rit þeirra eru ekki innblásin eins og rit Páls og annarra biblíuritara. (2. Tím. 3:16) Þess vegna hefur stundum reynst nauðsynlegt að leiðrétta sjónarmiðin þegar skilningurinn á Ritningunni hefur vaxið. (Orðskv. 4:18)“ — 1. júní 1982, bls. 6.