Neðanmáls
b Þetta þýðir auðvitað ekki að það væri rangt af kristinni konu að gangast undir rannsókn til að kanna heilsu ófædds barns. Margar biblíulega réttmætar læknisfræðilegar ástæður gætu legið fyrir því að læknir mælti með slíkri rannsókn. En sumar rannsóknir gætu verið áhættusamar fyrir barnið, þannig að það væri ráðlegt að ræða um þær við lækninn. Í sumum löndum gætu kristnir foreldrar orðið fyrir þrýstingi að eyða fóstri ef slík rannsókn leiddi í ljós að barnið hefði alvarlega galla. Skynsamlegt væri að vera undir það búinn að halda sér fast við meginreglur Biblíunnar.