Neðanmáls
a Heiðarlegum lesanda Biblíunnar er það ljóst að orðin „Sól statt þú kyrr“ eru ekki hugsuð sem vísindaleg skýring heldur sem einföld athugasemd um það sem bar fyrir augu manna. Stjörnufræðingar tala um að sól, stjörnur og reikistjörnur rísi og setjist. Þeir eiga hins vegar ekki við það að himintunglin snúist bókstaflega um jörðina heldur eru þeir að lýsa því hvernig þau virðast ganga um himininn séð frá jörð.