Neðanmáls
b Nýr lífsstíll á vaxandi fylgi að fagna meðal karlmanna. Þeir sem temja sér hann eru gjarnan sagðir vera „metrósexúal“, „metrómenn“ eða „sjálfkynhneigðir“. Þessi lífsstíll er fólginn í því að hugsa gegndarlaust um sjálfan sig, og þá sérstaklega útlitið, og hann hefur átt drjúgan þátt í því að mörkin milli samkynhneigðra og gagnkynhneigðra karlmanna eru oft óljós. Höfundur hugtaksins nefnir að slíkur maður „geti verið samkynhneigður, gagnkynhneigður eða tvíkynhneigður, en það skiptir ekki nokkru máli vegna þess að hann hefur greinilega tekið ástfóstri við sjálfan sig, og kynhegðun hans ræðst af því hvað veitir honum mesta ánægju.“ Í alfræðiorðabók segir að þetta nýja hugtak hafi orðið vinsælt „í kjölfar þess að samkynhneigðir karlmenn öðluðust meiri viðurkenningu í samfélaginu, og jafnhliða því varð það minna feimnismál að vera samkynhneigður og karlmennskuímyndin breyttist“.