Neðanmáls
e Sérfræðingar benda einnig á að hættan sé mest á heimilum þar sem til eru lyf sem geta verið banvæn í stórum skömmtum eða þar sem hægt er að komast í hlaðin skotvopn. Í riti frá bandarískri stofnun, sem beitir sér fyrir vörnum gegn sjálfsvígum, segir: „Flestir byssueigendur segjast hafa vopnin á heimilinu til ‚verndar‘ eða ‚sjálfsvarnar‘. Staðreyndin er hins vegar sú að 83 prósent þeirra sem deyja af völdum skotvopna á þessum heimilum fyrirfara sér, og oft er það annar en byssueigandinn.“