Neðanmáls
a Hún þarf ekki að bera höfuðfat þegar hún prédikar fagnaðarerindið hús úr húsi, því að sú ábyrgð hvílir á öllum kristnum mönnum. Ef aðstæður hins vegar útheimta að hún stjórni heimabiblíunámi í viðurvist eiginmanns síns (sem er höfuð hennar hvort sem hann er kristinn eða ekki), ætti hún að bera höfuðfat. Sama gildir ef hún í undantekningartilfelli stjórnar fyrirfram ákveðnu heimabiblíunámi að viðstöddum vígðum bróður í söfnuðinum. Þá skal hún bera höfuðfat en hann ætti að bera fram bænina.