Neðanmáls
b Árið 1995 tóku vísindamenn eftir undarlegri hegðun fjarlægustu stjörnunnar sem sést hefur (SN 1995K) þegar hún sprakk í stjörnuþoku sinni. Eins og sprengistjörnur í nærliggjandi stjörnuþokum varð þessi stjarna skjannabjört og dofnaði síðan hægt en þó á miklu lengri tíma en áður hafði þekkst. Tímaritið New Scientist setti þetta upp í línurit og sagði til skýringar: „Lögun ljóskúrfunnar . . . er teygð út í tíma nákvæmlega í þeim mæli sem vænta mætti ef stjörnuþokan fjarlægðist okkur með hálfum hraða ljóssins.“ Hver var niðurstaðan? Þetta er „besta vísbendingin, sem enn hefur fengist, um að alheimurinn sé í raun og veru að þenjast út.“