Neðanmáls
a Súrefni er afskaplega hvarfgjarnt. Það gengur til dæmis í efnasamband við járn og myndar ryð eða við vetni og myndar vatn. Ef mikið var um óbundið súrefni í loftinu þegar samsetning amínósýranna fór fram myndi það hafa gengið í efnasamband við lífrænu sameindirnar jafnóðum og þær mynduðust og rifið þær niður.