Neðanmáls
c Hebreska orðið, sem þýtt er „refsaðan,“ er einnig notað um holdsveiki eða líkþrá. (2. Konungabók 15:5) Fræðimenn segja að sumir Gyðingar hafi dregið þá ályktun af Jesaja 53:4 að Messías yrði holdsveikur. Babýloníutalmúðinn heimfærir þetta vers á Messías og kallar hann „holdsveika fræðimanninn.“ Kaþólska Douay-biblían þýðir versið líkt og hin latneska Vulgata: „Við höfum litið á hann eins og holdsveikan mann.“