Neðanmáls
a Sá tími sem „allt verður endurreist“ hófst þegar Messíasarríkið var stofnsett og erfingi Davíðs, hins trúa konungs, settist í hásæti. Jehóva hafði heitið Davíð erfingja sem skyldi ríkja að eilífu. (Sálmur 89:35–37) En enginn mennskur niðji Davíðs sat í hásæti Guðs eftir að Babýloníumenn eyddu Jerúsalem árið 607 f.Kr. Jesús fæddist á jörð sem erfingi Davíðs og varð hinn fyrirheitni konungur þegar hann settist í hásæti á himnum.