Neðanmáls
a Samkvæmt reglum rabbína var skylt að halda sig í minnst fjögurra álna (um 1,8 metra) fjarlægð frá holdsveikum manni. Í vindi varð hinn holdsveiki hins vegar að halda sig í að minnsta kosti 100 álna (45 metra) fjarlægð. Mídras rabba segir frá rabbína sem faldi sig fyrir holdsveikum, og frá öðrum sem kastaði grjóti að holdsveikum til að halda þeim frá sér. Holdsveikir þekktu því sársaukann sem fylgdi því að vera hafnað, vera fyrirlitnir og óvelkomnir.