c Grískur maður, Títus að nafni, sem hafði tekið kristna trú virðist hafa verið í þessum hópi. Hann varð síðar traustur félagi og sendimaður Páls. (Gal. 2:1; Tít. 1:4) Hann var gott dæmi um óumskorinn mann af þjóðunum sem hafði verið smurður heilögum anda. – Gal. 2:3.