Neðanmáls
b Tertúllus þakkaði Felix fyrir að veita þjóðinni ‚mikinn frið‘. Sannleikurinn var þó sá að það var meiri ófriður í Júdeu meðan Felix var landstjóri en á nokkru öðru tímabili þar til Gyðingar gerðu uppreisn gegn Róm. Það var líka fjarri sanni að Gyðingar væru „fullir þakklætis“ fyrir umbætur hans. Í rauninni fyrirlitu flestir Gyðingar Felix því að hann hafði gert þeim lífið leitt og barið niður uppreisnir þeirra af mikilli grimmd. – Post. 24:2, 3.