Neðanmáls
a Hugtakið fylking er í líffræði notað um stóran hóp lífvera með svipaða líkamsbyggingu. Algengt er að nota sjö stiga flokkunarkerfi yfir allar lífverur þar sem hvert stig er sértækara en stigið fyrir ofan. Efsta og breiðasta stigið nefnist ríki. Því næst koma stigin fylking, flokkur, ættbálkur, ætt, ættkvísl og tegund. Hestur er til dæmis flokkaður á eftirfarandi hátt: dýraríki (ríki), seildýr (fylking), spendýr (flokkur), hófdýr (ættbálkur), hestar (ætt), Equus (ættkvísl) og caballus (tegund).