Neðanmáls
a Á yfir 70 stöðum í guðspjöllunum er frá því greint að Jesús hafi notað sérstakt orðalag til að leggja áherslu á sannleiksgildi orða sinna. Oft sagði hann „amen“ („sannlega“) í upphafi málsgreinar. Hið samsvarandi hebreska orð merkti „viss, sannur.“ Biblíuorðabókin The New International Dictionary of New Testament Theology segir: „Með því að hafa amen sem inngang að orðum sínum gaf Jesús til kynna að þau væru örugg og áreiðanleg. Hann stóð við orð sín og gerði þau bindandi fyrir sig og áheyrendur sína. Þau lýsa hátign hans og myndugleik.“