Neðanmáls
a Gyðingdómur nútímans á að mestu leyti rætur sínar að rekja til faríseanna þannig að það kemur ekki á óvart að gyðingdómurinn skuli enn leita að smugum í hinum mörgu hömlum sem hann hefur bætt við hvíldardagsboðið. Sá sem heimsækir spítala rétttrúnaðargyðinga á hvíldardegi kemst kannski að raun um að lyftan stöðvast sjálfkrafa á hverri hæð til að farþegar geti forðast þá syndsamlegu „vinnu“ að ýta á lyftuhnappinn. Sumir rétttrúaðir læknar skrifa lyfseðla með bleki sem hverfur á fáeinum dögum. Hvers vegna? Mísna flokkar skrift sem „vinnu“ en skilgreinir „skrift“ sem það að skilja eftir sig varanlegt merki.