Neðanmáls
a Kristið starfsfólk á spítölum hefur stundum þurft að velta fyrir sér þessum ábyrgðar- og forræðisþætti. Læknir hefur vald til að gefa fyrirmæli um lyfjagjöf og læknismeðferð sjúklings. Kristinn læknir gæti tæplega fyrirskipað blóðgjöf eða framkvæmt fóstureyðingu, þótt sjúklingurinn hefði ekkert á móti því, af því að hann veit hver afstaða Biblíunnar er til slíks. Hjúkrunarfræðingur á spítalanum hefur hins vegar ekki þetta vald. Læknir getur fyrirskipað hjúkrunarfræðingnum að gera blóðpróf ásamt öðrum störfum, eða að annast sjúkling sem ætlar að láta eyða fóstri. Í samræmi við dæmið, sem sagt er frá í 2. Konungabók 5:17-19, gæti hjúkrunarfræðingurinn hugsað sem svo að það sé ekki hann sjálfur sem fyrirskipar blóðgjöf eða framkvæmir fóstureyðingu, og veitt sjúklingnum þá þjónustu sem honum ber. En að sjálfsögðu þarf hann eftir sem áður að taka tillit til samviskunnar og gæta þess að ‚breyta með góðri samvisku fyrir Guði.‘ — Postulasagan 23:1.