Neðanmáls
c Prófessor Graetz segir í bókinni History of the Jews að Rómverjar hafi stundum staurfest 500 fanga á dag. Stundum voru hendurnar höggnar af Gyðingum, sem þeir náðu, og þeir síðan sendir aftur inn í borgina. Hvernig var ástandið þar? „Peningar voru verðlausir því að brauð var ófáanlegt. Menn börðust örvæntingarfullir á götunum um viðbjóðslegustu og ógeðslegustu matarögn, hálmknippi, leðurpjötlu eða úrgang sem hent var fyrir hundana. . . . Lík hlóðust upp, sem ekki voru greftruð, svo að mollulegt sumarloftið varð heilsuspillandi og almenningur varð sjúkdómum, hungri og sverði að bráð.“