Neðanmáls
a Vottar Jehóva styðja Guðsríki og blanda sér hvorki í stjórnmál né kynda undir uppreisn gegn stjórnum heims, ekki einu sinni í löndum þar sem þeir eru ofsóttir eða starfsemi þeirra er bönnuð. (Títusarbréfið 3:1) Þeir reyna að leggja eitthvað gagnlegt og andlegt af mörkum en án stjórnmálaþátttöku, líkt og Jesús og lærisveinar hans gerðu á fyrstu öld. Vottarnir kappkosta að hjálpa réttsinna fólki hvar sem er að tileinka sér hin heilnæmu gildi Biblíunnar, svo sem ástúð í fjölskyldunni, heiðarleika, hreinlífi og gott vinnusiðferði. En öðru fremur leggja þeir sig fram um að kenna fólki að fylgja meginreglum Biblíunnar og treysta á ríki Guðs sem raunverulega von mannkyns.