Neðanmáls
a Það hefði verið afar ólíkt þakklátum og auðmjúkum manni eins og Mefíbóset að ætla sér svo metnaðarfullt takmark. Eflaust vissi hann vel hve trúfastur Jónatan faðir hans hafði verið. Þótt Jónatan væri sonur Sáls konungs hafði hann auðmjúklega viðurkennt Davíð sem útvalinn konung Jehóva yfir Ísrael. (1. Samúelsbók 20:12-17) Jónatan var tryggur vinur Davíðs og guðhræddur faðir og hann hefði ekki kennt ungum syni sínum að sækjast eftir konungstign.