Neðanmáls
b Sumir fræðimenn telja að skilja megi hebreska orðtakið „skildu mig eftir einan“, sem er að finna í 2. Mósebók 32:10, sem boð eða tillögu um að Móse fengi að miðla málum og ,ganga á milli‘ Jehóva og þjóðarinnar. (Sálm. 106:23; Esek. 22:30) Hvað sem því líður er ljóst að Móse hikaði ekki við að tjá Jehóva skoðun sína opinskátt.