Neðanmáls
b Í 3. Mósebók 19:18 segir: „Þú skalt ekki hefna þín á löndum þínum. Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ Trúarleiðtogar Gyðinga héldu því fram að með orðunum „löndum þínum“ og „náunga þinn“ væri eingöngu átt við Gyðinga. Lögmálið kvað á um að Ísraelsmenn héldu sér aðgreindum frá öðrum þjóðum. Það studdi hins vegar ekki það sjónarmið trúarleiðtoganna á fyrstu öld að Gyðingum bæri að hata hvern einasta útlending og líta á hann sem óvin.