Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR

Neðanmáls

a Ef ekki eru nógu margir nýir brautryðjendur til að fylla bekk mætti bjóða brautryðjendum sem hafa ekki sótt skólann á síðastliðnum fimm árum að sækja hann aftur.

Skóli fyrir safnaðaröldunga

Markmið: Að hjálpa öldungum að sinna ábyrgðarstörfum innan safnaðarins og að fá dýpri skilning á því hvað er fólgið í tilbeiðslunni á Jehóva.

Lengd: Fimm dagar.

Staður: Ákveðinn af deildarskrifstofunni. Venjulega haldinn í ríkissal eða mótshöll.

Skilyrði: Að vera öldungur.

Skráning: Öldungar fá boð frá deildarskrifstofunni um að sækja skólann.

Hér eru nokkrar athugasemdir frá nemendum í 92. hópnum sem sótti skólann í Bandaríkjunum:

„Skólinn hefur nýst mér mjög vel. Hann hefur hjálpað mér að líta í eigin barm og sjá hvernig ég get annast hjörð Jehóva.“

„Núna get ég uppörvað aðra betur með því að vera markvissari í að benda á sannindi Biblíunnar.“

„Þessi þjálfun á eftir að gagnast mér alla ævi.“

Skóli fyrir bræður í farandstarfi og eiginkonur þeirra

Markmið: Að stuðla að árangursríkara starfi farand- og umdæmishirða í söfnuðunum þegar þeir „leggja hart að sér við boðun og fræðslu“. – 1. Tím. 5:17; 1. Pét. 5:2, 3.

Lengd: Tveir mánuðir.

Staður: Ákveðinn af deildarskrifstofunni.

Skilyrði: Bróðirinn á að vera farand- eða umdæmishirðir.

Skráning: Bræður í farandstarfi og eiginkonur þeirra fá boð frá deildarskrifstofunni um að sækja skólann.

„Við kunnum enn betur að meta hvernig Jesús stýrir söfnuðinum. Við gerðum okkur grein fyrir þörfinni á að uppörva trúsystkini sem við þjónum og að styrkja eininguna innan safnaðanna. Í skólanum var okkur innprentað að þegar farandumsjónarmaður veitir ráð eða jafnvel leiðréttir trúsystkini er aðalmarkmið hans að hjálpa þeim að skilja að Jehóva elskar þau.“ – Joel sem var í fyrsta nemendahópi skólans árið 1999.

Biblíuskóli fyrir einhleypa bræður

Markmið: Að búa ógifta öldunga og safnaðarþjóna undir að taka á sig meiri ábyrgð innan safnaðar Jehóva. Margir sem útskrifast úr þessum skóla eru sendir til að þjóna þar sem þörfin er meiri innanlands. Sumir gætu verið sendir til annarra landa ef þeir bjóðast til þess. Þeim gæti einnig verið boðið að starfa tímabundið sem sérbrautryðjendur til að hefja starf eða efla það á einangruðum og afskekktum svæðum.

Lengd: Tveir mánuðir.

Staður: Ákveðinn af deildarskrifstofunni. Venjulega í ríkissal eða mótshöll.

Skilyrði: Einhleypir bræður á aldrinum 23 til 62 ára sem eru við góða heilsu og vilja þjóna þar sem þörfin er meiri. (Mark. 10:29, 30) Þeir þurfa að hafa verið brautryðjendur og öldungar eða safnaðarþjónar í að minnsta kosti tvö ár.

Skráning: Áhugasamir fá upplýsingar á fundi sem haldinn er á svæðismótum.

„Ég sökkti mér niður í námsefnið og þannig gat andi Jehóva haft djúpstæð áhrif á minn innri mann,“ segir Rick sem var í 23. nemendahópnum í Bandaríkjunum. „Þegar Jehóva gefur manni verkefni styður hann mann líka í því. Ég lærði að ef ég einbeiti mér að vilja Jehóva en ekki að sjálfum mér þá styrkir hann mig.“

„Ég uppgötvaði að það er kraftaverki líkast hvernig söfnuður Guðs starfar nú á tímum,“ segir Andreas sem þjónar í Þýskalandi. „Þjálfunin bjó mig undir stafið sem var fram undan. Af mörgum dæmum úr Biblíunni lærði ég líka þennan grundvallarsannleika: Að þjóna trúsystkinum og Jehóva veitir sanna hamingju.“

Biblíuskóli fyrir hjón

Markmið: Að hjón fái sérstaka þjálfun til að geta komið að meira gagni í þjónustunni við Jehóva og söfnuð hans. Mörg hjón, sem útskrifast úr þessum skóla, eru send til að þjóna þar sem þörfin er meiri innanlands. Sum gætu verið send til annarra landa ef þau bjóða sig fram til þess. Þeim gæti líka verið boðið að starfa tímabundið sem sérbrautryðjendur til að hefja starf eða efla það á einangruðum og afskekktum svæðum.

Lengd: Tveir mánuðir.

Staður: Skólinn er haldinn í Bandaríkjunum og verður haldinn í nokkrum löndum til viðbótar frá og með september 2012, yfirleitt í ríkissal eða mótshöll.

Skilyrði: Hjón á aldrinum 25 til 50 ára sem eru við góða heilsu. Þau þurfa að vera í aðstöðu til að geta flutt þangað sem þörf er á fleiri boðberum og hafa sama hugarfar og Jesaja: „Hér er ég. Send þú mig.“ (Jes. 6:8) Þau þurfa auk þess að hafa þjónað Jehóva í fullu starfi síðustu tvö árin og verið gift í minnst tvö ár. Bróðirinn á að hafa verið öldungur eða safnaðarþjónn að minnsta kosti síðustu tvö árin.

Skráning: Á sérstaka mótsdeginum er haldinn fundur þar sem veittar eru upplýsingar fyrir þá sem vilja sækja um skólann. Ef fundurinn er ekki haldinn á mótum þar sem þú býrð geturðu skrifað til deildarskrifstofunnar og beðið um upplýsingar.

„Þessar átta vikur breyttu lífi okkar. Þetta er frábært tækifæri fyrir hjón sem vilja þjóna Jehóva í ríkari mæli. Við erum ákveðin í að lifa hófsömu lífi þannig að við getum notað tímann vel.“ – Eric og Corina (fyrir neðan) sem voru í fyrsta nemendahópi skólans 2011.

Biblíuskólinn Gíleað

Markmið: Að þjálfa nemendur til trúboðsstarfs á þéttbýlum svæðum, til að sinna farandumsjónarstarfi eða til að starfa á Betel. Markmiðið er að byggja upp og styrkja starfið á svæðinu og deildarskrifstofunni.

Lengd: Fimm mánuðir.

Staður: Fræðslumiðstöð Varðturnsins í Patterson í New York.

Skilyrði: Hjón sem eru trúboðar en hafa ekki sótt skólann áður, eru sérbrautryðjendur, í farandumsjónarstarfi eða á Betel. Þau eiga að hafa þjónað saman í slíku starfi samfellt síðustu þrjú árin. Þau verða að kunna ensku reiprennandi.

Skráning: Deildarnefndin getur boðið hjónum að sækja um inngöngu í skólann.

Lade og Monique frá Bandaríkjunum þjóna núna í Afríku. Lade segir: „Gíleaðskólinn bjó okkur undir að fara hvert sem er í heiminum, takast á við verkið og vinna með okkar kæru bræðrum.“

Monique bætir við: „Þegar ég nota það sem ég hef lært frá orði Guðs hef ég mikla ánægju af starfi mínu. Þessi ánægja og gleði finnst mér vera enn ein sönnunin um að Jehóva elskar okkur.“

Skóli fyrir bræður í deildarnefndum og eiginkonur þeirra

Markmið: Að þjálfa þá sem þjóna í deildarnefndum til að geta sinnt betur umsjónarstörfum á Betelheimilum, að sinna þörfum safnaðanna og hafa umsjón með farandsvæðum og umdæmum. Þeir fá einnig fræðslu um þýðingar, prentun og dreifingu rita til safnaðanna.

Lengd: Tveir mánuðir.

Staður: Fræðslumiðstöð Varðturnsins í Patterson í New York.

Skilyrði: Bróðirinn þarf að sitja í deildarnefnd eða landsnefnd eða hafa verið boðið það.

Skráning: Bræður, sem uppfylla kröfurnar, og eiginkonur þeirra fá boð frá hinu stjórnandi ráði.

Lowell og Cara, sem voru í 25. nemendahópi skólans, starfa í Nígeríu. „Ég var minntur á að óháð því hve mikið er að gera og hvaða verki ég þarf að sinna er nauðsynlegt að vinna eftir leiðum Jehóva til að geta þóknast honum,“ segir Lowell. „Einnig var lögð áhersla á að í framkomu okkar við aðra þurfum við að líkja eftir kærleikanum sem Jehóva sýnir þjónum sínum.“

„Ég hef mikið velt fyrir mér einni athugasemd,“ segir Cara. „Ef ég get ekki útskýrt eitthvað í einföldu máli þarf ég að rannsaka það betur áður en ég reyni að kenna öðrum það.“

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila