Neðanmáls
b Ísraelsmenn buðu Kanverjum ekki friðarsáttmála áður en þeir réðust gegn þeim. Hvers vegna ekki? Kanverjar höfðu fengið 400 ár til að snúa frá vondum vegum sínum. Þegar Ísraelsmenn hófu stríð gegn þeim var kanverska þjóðin óforbetranleg í illsku sinni. (1. Mósebók 15:13-16) Það átti því að afmá hana með öllu. En nokkrir Kanverjar, sem bættu ráð sitt, fengu þó að halda lífi. – Jósúabók 6:25; 9:3-27.