Neðanmáls
a Við höfum ástæðu til að ætla að flestir sem voru viðstaddir við þetta tækifæri hafi tekið kristna trú. Páll kallar þá ,fimm hundruð bræður‘ í bréfi sínu til Korintumanna. Það er athyglisvert að hann skuli segja um þá: „Flestir [þeirra] eru á lífi allt til þessa en nokkrir eru sofnaðir.“ Það virðist því vera að Páll og aðrir kristnir menn á fyrstu öld hafi þekkt marga þeirra sem höfðu heyrt fyrirmæli Jesú með eigin eyrum.