Neðanmáls
b Sara var hálfsystir Abrahams. Tera var faðir þeirra en þau voru ekki sammæðra. (1. Mósebók 20:12) Slík hjónabönd eru að vísu óviðeigandi í dag en hafa ber í huga hve ólíkar aðstæðurnar voru í þá daga. Mannkynið var nær því að vera fullkomið eins og Adam og Eva voru í byrjun. Það skapaði greinilega ekki neinn erfðagalla fyrir svona hraust fólk, nálægt fullkomleikanum, að giftast nánum ættingja. En um það bil 400 árum síðar var æviskeið manna orðið svipað og það er nú á dögum. Þá voru Móselögin komin en þau bönnuðu hvers konar kynferðissamband milli náinna ættingja. – 3. Mósebók 18:6.