Neðanmáls
a Óháð því hve lengi við höfum þjónað Jehóva viljum við halda áfram að þroskast í trúnni og taka framförum sem kristnir menn. Páll postuli hvatti trúsystkini sín til að gefast aldrei upp. Bréf hans til Filippímanna hvetur okkur til að vera þolgóð í kapphlaupinu um lífið. Í þessari grein skoðum við hvernig við getum farið eftir innblásnum orðum Páls.