Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • 2. Mósebók 1
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

2. Mósebók – yfirlit

      • Ísraelsmönnum fjölgar í Egyptalandi (1–7)

      • Faraó kúgar Ísraelsmenn (8–14)

      • Guðhræddar ljósmæður bjarga börnum (15–22)

2. Mósebók 1:1

Millivísanir

  • +1Mó 46:8

2. Mósebók 1:2

Millivísanir

  • +1Kr 2:3, 4

2. Mósebók 1:4

Millivísanir

  • +1Mó 46:17

2. Mósebók 1:5

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „Þeir sem komu af lend Jakobs“.

Millivísanir

  • +1Mó 46:26; 5Mó 10:22; Pos 7:14

2. Mósebók 1:6

Millivísanir

  • +1Mó 50:26

2. Mósebók 1:7

Millivísanir

  • +1Mó 46:3; 5Mó 26:5; Pos 7:17–19

2. Mósebók 1:9

Millivísanir

  • +Sl 105:24, 25

2. Mósebók 1:11

Millivísanir

  • +1Mó 15:13; 2Mó 3:7; 4Mó 20:15; 5Mó 26:6
  • +1Mó 47:11

2. Mósebók 1:12

Millivísanir

  • +2Mó 1:7; Sl 105:24, 25

2. Mósebók 1:13

Millivísanir

  • +2Mó 2:23; Pos 7:6

2. Mósebók 1:14

Millivísanir

  • +3Mó 26:13

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.4.2004, bls. 28-29

2. Mósebók 1:16

Millivísanir

  • +Esk 16:4

2. Mósebók 1:17

Millivísanir

  • +1Mó 9:5, 6

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.1.2004, bls. 18-19

2. Mósebók 1:22

Millivísanir

  • +Pos 7:18, 19

Almennt

2. Mós. 1:11Mó 46:8
2. Mós. 1:21Kr 2:3, 4
2. Mós. 1:41Mó 46:17
2. Mós. 1:51Mó 46:26; 5Mó 10:22; Pos 7:14
2. Mós. 1:61Mó 50:26
2. Mós. 1:71Mó 46:3; 5Mó 26:5; Pos 7:17–19
2. Mós. 1:9Sl 105:24, 25
2. Mós. 1:111Mó 15:13; 2Mó 3:7; 4Mó 20:15; 5Mó 26:6
2. Mós. 1:111Mó 47:11
2. Mós. 1:122Mó 1:7; Sl 105:24, 25
2. Mós. 1:132Mó 2:23; Pos 7:6
2. Mós. 1:143Mó 26:13
2. Mós. 1:16Esk 16:4
2. Mós. 1:171Mó 9:5, 6
2. Mós. 1:22Pos 7:18, 19
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
  • 22
Biblían – Nýheimsþýðingin
2. Mósebók 1:1–22

Önnur Mósebók

1 Þetta eru nöfn sona Jakobs, það er Ísraels, sem komu með honum til Egyptalands, hver með sína fjölskyldu:+ 2 Rúben, Símeon, Leví og Júda,+ 3 Íssakar, Sebúlon og Benjamín, 4 Dan og Naftalí, Gað og Asser.+ 5 Afkomendur Jakobs* voru alls 70 manns en Jósef var þegar í Egyptalandi.+ 6 Að lokum dó Jósef,+ allir bræður hans og öll sú kynslóð. 7 Ísraelsmenn voru frjósamir og þeim fjölgaði mjög. Þeir margfölduðust og efldust óvenjuhratt svo að landið varð fullt af þeim.+

8 Síðar meir komst nýr konungur til valda í Egyptalandi, konungur sem þekkti ekki til Jósefs. 9 Hann sagði við þjóð sína: „Ísraelsmenn eru fjölmennari og öflugri en við.+ 10 Við skulum beita þá kænsku. Annars heldur þeim áfram að fjölga og ef stríð brýst út ganga þeir í lið með óvinum okkar, berjast gegn okkur og yfirgefa svo landið.“

11 Þeir skipuðu því þrælastjóra til að kúga Ísraelsmenn með erfiðisvinnu,+ og þeir reistu birgðaborgirnar Pítóm og Ramses+ handa faraó. 12 En því meir sem þeir kúguðu Ísraelsmenn því meir fjölgaði þeim og þeir breiddust út. Egyptar voru dauðhræddir við þá.+ 13 Þeir neyddu því Ísraelsmenn til að vinna þrælkunarvinnu og beittu þá hörku.+ 14 Þeir gerðu þeim lífið leitt með erfiðisvinnu og neyddu þá til að vinna leir og búa til múrsteina og vinna alls kyns þrælavinnu á ökrunum. Þeir létu þá strita miskunnarlaust við alls konar störf.+

15 Síðar talaði konungur Egyptalands við hebresku ljósmæðurnar Sifru og Púu 16 og sagði við þær: „Þegar þið hjálpið hebreskum konum við fæðingu+ og sjáið að þær eignast dreng skuluð þið drepa barnið en ef þær eignast stúlku skal hún lifa.“ 17 En ljósmæðurnar óttuðust hinn sanna Guð og gerðu ekki eins og konungur Egyptalands sagði þeim heldur létu drengina lifa.+ 18 Að nokkrum tíma liðnum kallaði konungurinn til sín ljósmæðurnar og spurði: „Af hverju hafið þið látið drengina lifa?“ 19 Ljósmæðurnar svöruðu þá faraó: „Hebresku konurnar eru ekki eins og þær egypsku. Þær eru hraustar og eru búnar að fæða áður en ljósmóðirin er komin til þeirra.“

20 Guð veitti ljósmæðrunum velgengni og Ísraelsmönnum fjölgaði og þeir urðu mjög öflugir. 21 Og þar sem ljósmæðurnar óttuðust hinn sanna Guð sá hann til þess síðar að þær eignuðust sjálfar börn. 22 Að lokum skipaði faraó allri þjóð sinni: „Þið skuluð kasta öllum nýfæddum drengjum Hebrea í Nílarfljót en látið stúlkurnar lifa.“+

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila