Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • 1. Samúelsbók 27
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

1. Samúelsbók – yfirlit

      • Filistear gefa Davíð Siklag (1–12)

1. Samúelsbók 27:1

Millivísanir

  • +1Sa 19:18; 22:1, 5
  • +1Sa 18:29; 23:23

1. Samúelsbók 27:2

Millivísanir

  • +1Sa 25:13; 30:9
  • +1Sa 21:10, 14; 27:12

1. Samúelsbók 27:3

Millivísanir

  • +1Sa 25:43
  • +1Sa 25:39, 42

1. Samúelsbók 27:4

Millivísanir

  • +1Sa 23:14; 26:25

1. Samúelsbók 27:6

Millivísanir

  • +Jós 19:1, 5; 1Sa 30:1; 2Sa 1:1; 1Kr 12:1, 20

1. Samúelsbók 27:7

Millivísanir

  • +1Sa 29:3

1. Samúelsbók 27:8

Millivísanir

  • +Jós 13:1, 2
  • +1Mó 36:12; 2Mó 17:8, 14; 4Mó 13:29; 1Sa 15:2; 2Sa 1:1
  • +1Mó 25:17, 18; 2Mó 15:22; 1Sa 15:7

1. Samúelsbók 27:9

Millivísanir

  • +5Mó 25:19; 1Sa 15:3

1. Samúelsbók 27:10

Neðanmáls

  • *

    Eða „Til Negeb í Júda“.

Millivísanir

  • +Jós 15:1, 2
  • +1Kr 2:9
  • +4Mó 24:21; 1Sa 15:6

Almennt

1. Sam. 27:11Sa 19:18; 22:1, 5
1. Sam. 27:11Sa 18:29; 23:23
1. Sam. 27:21Sa 25:13; 30:9
1. Sam. 27:21Sa 21:10, 14; 27:12
1. Sam. 27:31Sa 25:43
1. Sam. 27:31Sa 25:39, 42
1. Sam. 27:41Sa 23:14; 26:25
1. Sam. 27:6Jós 19:1, 5; 1Sa 30:1; 2Sa 1:1; 1Kr 12:1, 20
1. Sam. 27:71Sa 29:3
1. Sam. 27:8Jós 13:1, 2
1. Sam. 27:81Mó 36:12; 2Mó 17:8, 14; 4Mó 13:29; 1Sa 15:2; 2Sa 1:1
1. Sam. 27:81Mó 25:17, 18; 2Mó 15:22; 1Sa 15:7
1. Sam. 27:95Mó 25:19; 1Sa 15:3
1. Sam. 27:10Jós 15:1, 2
1. Sam. 27:101Kr 2:9
1. Sam. 27:104Mó 24:21; 1Sa 15:6
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
Biblían – Nýheimsþýðingin
1. Samúelsbók 27:1–12

Fyrri Samúelsbók

27 En Davíð hugsaði með sér: „Einn daginn á ég eftir að falla fyrir hendi Sáls. Það er best að ég forði mér+ til lands Filistea. Þá hættir Sál að leita að mér um allt land Ísraels+ og ég slepp úr greipum hans.“ 2 Davíð lagði nú af stað ásamt þeim 600 mönnum+ sem voru með honum og fór til Akíss+ Maókssonar, konungs í Gat. 3 Davíð og menn hans dvöldust hjá Akís í Gat, hver með sinni fjölskyldu. Davíð hafði með sér báðar eiginkonur sínar, þær Akínóam+ frá Jesreel og Abígail+ frá Karmel, ekkju Nabals. 4 Þegar Sál frétti að Davíð hefði flúið til Gat hætti hann að leita að honum.+

5 Davíð sagði við Akís: „Ef þú hefur velþóknun á mér leyfðu mér þá að setjast að í einni af borgunum á landsbyggðinni. Hvers vegna ætti þjónn þinn að búa hjá þér í konungsborginni?“ 6 Akís gaf honum þá Siklag+ þennan sama dag. Þess vegna heyrir Siklag undir Júdakonunga enn þann dag í dag.

7 Davíð bjó úti á landsbyggðinni meðal Filistea í eitt ár og fjóra mánuði.+ 8 Davíð og menn hans fóru í herferðir gegn Gesúrítum,+ Girsítum og Amalekítum,+ en þeir bjuggu í landinu sem náði frá Telam allt til Súr+ og Egyptalands. 9 Þegar Davíð herjaði á landið þyrmdi hann hvorki lífi karla né kvenna+ en tók sauðfé þeirra, nautgripi, asna, úlfalda og fatnað. Síðan sneri hann aftur til Akíss. 10 Akís spurði gjarnan: „Hvert fóruð þið í herferð í dag?“ Þá svaraði Davíð: „Til suðurhéraða Júda,“*+ eða: „Til suðurhéraða Jerahmeelíta,“+ eða: „Til suðurhéraða Keníta.“+ 11 Davíð þyrmdi hvorki lífi karla né kvenna svo að ekki yrði farið með þau til Gat. Hann hugsaði nefnilega með sér: „Annars koma þau upp um okkur og segja: ‚Davíð gerði þetta.‘“ (Þetta gerði hann allan þann tíma sem hann bjó úti á landsbyggðinni í landi Filistea.) 12 Akís trúði Davíð og hugsaði með sér: „Þjóð hans, Ísrael, hlýtur að hata hann fyrir þetta. Nú á hann eftir að vera þjónn minn til æviloka.“

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila