Fyrri Kroníkubók
8 Benjamín+ eignaðist Bela+ frumburð sinn. Asbel+ var annar í röðinni, Ahra sá þriðji, 2 Nóha sá fjórði og Rafa sá fimmti. 3 Synir Bela voru Addar, Gera,+ Abíhúd, 4 Abísúa, Naaman, Ahóa, 5 Gera, Sefúfan og Húram. 6 Þetta voru synir Ehúðs, ættarhöfðingjar íbúanna í Geba+ sem voru fluttir í útlegð til Manahat: 7 Naaman, Ahía og Gera, en það var hann sem flutti þá í útlegð. Hann eignaðist Ússa og Akíhúð. 8 Saharaím eignaðist börn í Móabslandi eftir að hafa hrakið fólkið burt. Húsím og Baara voru eiginkonur hans.* 9 Með Hódes konu sinni eignaðist hann Jóbab, Síbja, Mesa, Malkam, 10 Jeús, Sokja og Mirma. Þetta voru synir hans, ættarhöfðingjar.
11 Með Húsím eignaðist hann Abítúb og Elpaal. 12 Synir Elpaals voru Eber, Míseam, Semed (sem byggði Ónó+ og Lód+ og tilheyrandi þorp),* 13 Bería og Sema. Þetta voru ættarhöfðingjar íbúanna í Ajalon.+ Þeir ráku burt íbúana í Gat. 14 Ahjó, Sasak, Jeremót, 15 Sebadja, Arad, Eder, 16 Mikael, Jispa og Jóha voru synir Bería. 17 Sebadja, Mesúllam, Hiskí, Heber, 18 Jísmeraí, Jíslía og Jóbab voru synir Elpaals. 19 Jakím, Síkrí, Sabdí, 20 Elíenaí, Silletaí, Elíel, 21 Adaja, Beraja og Simrat voru synir Símeí. 22 Jíspan, Eber, Elíel, 23 Abdón, Síkrí, Hanan, 24 Hananja, Elam, Antótía, 25 Jífdeja og Penúel voru synir Sasaks. 26 Og Samseraí, Seharja, Atalja, 27 Jaaresja, Elía og Síkrí voru synir Jeróhams. 28 Þessir menn voru ættarhöfðingjar samkvæmt ættartölum sínum. Þeir bjuggu í Jerúsalem.
29 Jeíel faðir* Gíbeons bjó í Gíbeon.+ Kona hans hét Maaka.+ 30 Frumburður hans var Abdón og á eftir honum fæddust Súr, Kís, Baal, Nadab, 31 Gedór, Ahjó og Seker. 32 Miklót eignaðist Símea. Þeir bjuggu í nágrenni við bræður sína í Jerúsalem ásamt hinum bræðrum sínum.
33 Ner+ eignaðist Kís, Kís eignaðist Sál+ og Sál eignaðist Jónatan,+ Malkísúa,+ Abínadab+ og Esbaal.*+ 34 Sonur Jónatans var Meríbaal*+ og Meríbaal eignaðist Míka.+ 35 Synir Míka voru Píton, Melek, Tarea og Akas. 36 Akas eignaðist Jóadda og Jóadda eignaðist Alemet, Asmavet og Simrí. Simrí eignaðist Mósa. 37 Mósa eignaðist Bínea. Sonur hans var Rafa, sonur hans Eleasa og sonur hans Asel. 38 Asel átti sex syni. Þeir hétu Asríkam, Bokrú, Ísmael, Searja, Óbadía og Hanan. Allir þessir voru synir Asels. 39 Synir Eseks bróður hans voru Úlam frumburður hans, Jeús næstelsti sonurinn og Elífelet sá þriðji. 40 Synir Úlams voru dugmiklir hermenn og færar bogaskyttur. Þeir áttu marga syni og sonarsyni, alls 150. Þetta voru allt afkomendur Benjamíns.