Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Jobsbók 22
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

Jobsbók – yfirlit

      • Þriðja ræða Elífasar (1–30)

        • „Kemur nokkur maður Guði að gagni?“ (2, 3)

        • Ásakar Job um græðgi og ranglæti (6–9)

        • ‚Snúðu aftur til Guðs og allt verður eins og áður‘ (23)

Jobsbók 22:1

Millivísanir

  • +Job 2:11; 4:1

Jobsbók 22:2

Millivísanir

  • +Job 15:14, 15

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Líf okkar og boðun vinnubók fyrir samkomur,

    11.2023, bls. 8

    Varðturninn (námsútgáfa),

    4.2017, bls. 28-29

Jobsbók 22:3

Neðanmáls

  • *

    Eða „Gleður það“.

Millivísanir

  • +Job 2:3; 32:3

Jobsbók 22:5

Millivísanir

  • +Job 1:8; 4:7

Jobsbók 22:6

Millivísanir

  • +Job 31:19, 22

Jobsbók 22:7

Millivísanir

  • +Job 31:17, 22

Jobsbók 22:8

Millivísanir

  • +Job 31:25, 28

Jobsbók 22:9

Neðanmáls

  • *

    Eða „munaðarlausum“.

  • *

    Orðrétt „handleggsbraust föðurlausa drengi“.

Jobsbók 22:10

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „fuglagildrur“.

Millivísanir

  • +Job 18:5, 9

Jobsbók 22:16

Millivísanir

  • +Job 4:18, 19

Jobsbók 22:22

Millivísanir

  • +Job 11:13

Jobsbók 22:23

Millivísanir

  • +Job 8:5, 6

Jobsbók 22:24

Neðanmáls

  • *

    Eða „gullmolum þínum“.

  • *

    Eða „flóðdalina“. Sjá orðaskýringar.

Millivísanir

  • +1Kon 9:28; Job 28:16; Sl 45:9; Jes 13:12

Jobsbók 22:25

Neðanmáls

  • *

    Eða „gullmolar þínir“.

Jobsbók 22:29

Neðanmáls

  • *

    Eða „niðurlúta“.

Almennt

Job. 22:1Job 2:11; 4:1
Job. 22:2Job 15:14, 15
Job. 22:3Job 2:3; 32:3
Job. 22:5Job 1:8; 4:7
Job. 22:6Job 31:19, 22
Job. 22:7Job 31:17, 22
Job. 22:8Job 31:25, 28
Job. 22:10Job 18:5, 9
Job. 22:16Job 4:18, 19
Job. 22:22Job 11:13
Job. 22:23Job 8:5, 6
Job. 22:241Kon 9:28; Job 28:16; Sl 45:9; Jes 13:12
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
  • 22
  • 23
  • 24
  • 25
  • 26
  • 27
  • 28
  • 29
  • 30
Biblían – Nýheimsþýðingin
Jobsbók 22:1–30

Jobsbók

22 Þá sagði Elífas+ Temaníti:

 2 „Kemur nokkur maður Guði að gagni?

Getur vitur maður gert honum gagn?+

 3 Skiptir máli fyrir* Hinn almáttuga að þú sért réttlátur

eða hefur hann ávinning af því að þú gerir það sem er rétt?+

 4 Refsar hann þér

og dregur þig fyrir dóm fyrir að sýna sér lotningu?

 5 Er það ekki vegna mikillar illsku þinnar

og endalausra synda?+

 6 Þú tekur veð af bræðrum þínum að ástæðulausu

og hirðir fötin af fólki og skilur það eftir nakið.+

 7 Þú gefur ekki þreyttum manni vatnssopa

og þú synjar hinum hungraða um mat.+

 8 Hinn voldugi á landið+

og forréttindamaðurinn býr þar.

 9 En þú sendir ekkjur frá þér tómhentar

og gerðir föðurlausum* börnum mein.*

10 Þess vegna eru gildrur* allt í kringum þig+

og óvæntar ógnir skelfa þig.

11 Þess vegna er svo dimmt að þú sérð ekki neitt

og vatnsflaumur færir þig í kaf.

12 Er ekki Guð í himinhæðum?

Sjáðu hve hátt uppi allar stjörnurnar eru.

13 Samt segir þú: ‚Hvað veit Guð eiginlega?

Getur hann dæmt gegnum svartamyrkur?

14 Hann er hulinn bak við ský og sér ekkert

þar sem hann gengur um á himinhvolfinu.‘

15 Ætlar þú að fylgja hinum forna stíg

sem illir menn hafa fetað,

16 menn sem voru hrifnir burt fyrir aldur fram,

sem var skolað burt eins og húsi í flóði?+

17 Þeir sögðu við hinn sanna Guð: ‚Láttu okkur í friði!‘

og: ‚Hvað getur Hinn almáttugi gert okkur?‘

18 Það var samt hann sem fyllti hús þeirra góðum gjöfum.

(Svona illar hugsanir eru fjarri mér.)

19 Hinn réttláti sér þá falla og fagnar,

hinn saklausi hæðist að þeim og segir:

20 ‚Andstæðingum okkar hefur verið útrýmt

og eldur eyðir því sem eftir er af þeim.‘

21 Kynnstu Guði og þú færð frið,

þá hlýturðu velgengni.

22 Taktu við lögunum af munni hans

og geymdu orð hans í hjarta þér.+

23 Ef þú snýrð aftur til Hins almáttuga verður allt eins og áður var.+

Ef þú fjarlægir ranglætið úr tjaldi þínu,

24 ef þú kastar gulli þínu* á jörðina

og Ófírgullinu+ í klettagljúfrin*

25 þá verður Hinn almáttugi gull þitt*

og hann verður þitt fegursta silfur.

26 Þá muntu gleðjast yfir Hinum almáttuga

og snúa augum þínum til Guðs.

27 Þú munt ákalla hann og hann hlustar á þig

og þú heldur heit þín við hann.

28 Allt sem þú ákveður að gera fer vel

og ljós lýsir upp braut þína.

29 Hinn hrokafulli verður niðurlægður

en hann frelsar hinn auðmjúka.*

30 Hann bjargar saklausum

og þess vegna verður þér bjargað ef hendur þínar eru hreinar.“

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila