Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Jobsbók 39
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

Jobsbók – yfirlit

      • Dýrin vitna um fáfræði mannsins (1–30)

        • Steingeitur og hindir (1–4)

        • Villiasninn (5–8)

        • Villinautið (9–12)

        • Strúturinn (13–18)

        • Hesturinn (19–25)

        • Fálkinn og örninn (26–30)

Jobsbók 39:1

Millivísanir

  • +Sl 104:18
  • +Sl 29:9

Jobsbók 39:5

Neðanmáls

  • *

    Eða „gresjuhestinum“.

Millivísanir

  • +Job 24:5; Sl 104:10, 11

Jobsbók 39:9

Neðanmáls

  • *

    Eða „við jötu þína“.

Millivísanir

  • +5Mó 33:17

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Nálgastu Jehóva, bls. 38

    Varðturninn,

    1.4.2000, bls. 12-13

Jobsbók 39:10

Neðanmáls

  • *

    Eða „herfa“.

Jobsbók 39:12

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „korn þitt“.

Jobsbók 39:13

Millivísanir

  • +Sl 104:17; Sak 5:9

Jobsbók 39:16

Millivísanir

  • +Hlj 4:3

Jobsbók 39:18

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Nálgastu Jehóva, bls. 54

Jobsbók 39:19

Millivísanir

  • +Sl 147:10; Jes 31:1

Jobsbók 39:20

Millivísanir

  • +Jer 8:16

Jobsbók 39:21

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „hann fer út á móti herklæðunum“.

Millivísanir

  • +Dóm 5:22; Sl 32:9
  • +Okv 21:31; Jer 46:9; 47:3; Hab 1:8

Jobsbók 39:22

Millivísanir

  • +Jes 5:28; Jer 8:6

Jobsbók 39:24

Neðanmáls

  • *

    Eða hugsanl. „hann trúir ekki“.

Jobsbók 39:25

Millivísanir

  • +Jer 46:4

Jobsbók 39:27

Millivísanir

  • +Okv 23:5; Jes 40:31
  • +Jer 49:16; Ób 4

Jobsbók 39:29

Millivísanir

  • +Job 9:26; Jer 49:22

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn (almenn útgáfa),

    Nr. 6 2016 bls. 9

Jobsbók 39:30

Millivísanir

  • +Mt 24:28

Almennt

Job. 39:1Sl 104:18
Job. 39:1Sl 29:9
Job. 39:5Job 24:5; Sl 104:10, 11
Job. 39:95Mó 33:17
Job. 39:13Sl 104:17; Sak 5:9
Job. 39:16Hlj 4:3
Job. 39:19Sl 147:10; Jes 31:1
Job. 39:20Jer 8:16
Job. 39:21Dóm 5:22; Sl 32:9
Job. 39:21Okv 21:31; Jer 46:9; 47:3; Hab 1:8
Job. 39:22Jes 5:28; Jer 8:6
Job. 39:25Jer 46:4
Job. 39:27Okv 23:5; Jes 40:31
Job. 39:27Jer 49:16; Ób 4
Job. 39:29Job 9:26; Jer 49:22
Job. 39:30Mt 24:28
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
  • 22
  • 23
  • 24
  • 25
  • 26
  • 27
  • 28
  • 29
  • 30
Biblían – Nýheimsþýðingin
Jobsbók 39:1–30

Jobsbók

39 Veistu hvenær steingeiturnar bera?+

Hefurðu fylgst með hindunum eignast afkvæmi?+

 2 Telurðu mánuðina sem meðgangan stendur?

Veistu hvenær þær bera?

 3 Þær hnipra sig saman þegar þær bera

og hríðirnar taka enda.

 4 Ungviðið styrkist og dafnar á víðavangi,

það fer burt og snýr ekki aftur.

 5 Hver gaf villiasnanum* frelsi,+

hver leysti af honum böndin?

 6 Ég hef gert eyðisléttuna að heimkynni hans

og saltsléttuna að aðsetri hans.

 7 Hann hlær að látum borgarinnar,

hann heyrir ekki í þeim sem rekur á eftir skepnunum.

 8 Hann flakkar um fjöllin í leit að haga

og sækir í hverja græna plöntu.

 9 Er villinautið fúst til að þjóna þér?+

Dvelur það næturlangt í fjósi þínu?*

10 Geturðu bundið villinaut við plóginn

eða fylgir það þér til að plægja* í dalnum?

11 Reiðirðu þig á mikið afl þess

og lætur það erfiða fyrir þig?

12 Treystirðu á það til að flytja uppskeruna*

og safna henni á þreskivöllinn?

13 Strútshænan blakar vængjunum glaðlega

en jafnast vængir hennar og fjaðrir á við vængi storksins?+

14 Hún skilur egg sín eftir á jörðinni

og heldur þeim heitum í sandinum.

15 Hún hugsar ekki út í að fótur gæti brotið þau

eða villt dýr troðið á þeim.

16 Hún er hörð við unga sína eins og hún eigi þá ekki,+

hún óttast ekki að erfiði sitt sé til einskis

17 því að Guð hefur synjað henni um visku

og ekki gefið henni skilning.

18 En þegar hún stendur upp og blakar vængjunum

hlær hún að hesti og reiðmanni.

19 Ert það þú sem gefur hestinum kraft?+

Klæðir þú makka hans flaksandi faxi?

20 Getur þú látið hann stökkva eins og engisprettu?

Tignarlegt frýs hans er ógnvekjandi.+

21 Hann stappar ákafur í jörðina í dalnum,+

hann þeysist fram í orrustu.*+

22 Hann hlær að óttanum og hræðist ekki neitt,+

hann hopar ekki fyrir sverði.

23 Á síðu hans glamrar í örvamælinum,

það glampar á spjótið og kastspjótið.

24 Titrandi af spenningi geysist hann áfram,

hann stendur ekki kyrr* þegar blásið er í hornið.

25 Þegar heyrist í horninu hneggjar hann hátt,

hann finnur þefinn af bardaga langt að

og heyrir köll foringja og heróp.+

26 Er það viti þínu að þakka að fálkinn hækkar flugið

og breiðir út vængina móti suðri?

27 Eða er það að þinni skipun að örninn flýgur upp í hæðir+

og gerir sér hreiður hátt uppi?+

28 Hann ver nóttinni uppi á hamri,

heldur til í virki sínu á klettanibbu.

29 Þaðan skimar hann eftir æti,+

augu hans sjá langar leiðir.

30 Ungar hans sötra blóð,

þar sem fallnir liggja, þangað er örninn kominn.“+

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila