Jobsbók
2 „Hve lengi ætlarðu að tala svona?+
Orð þín eru ekkert annað en vindur!
3 Myndi Guð fella rangláta dóma
eða Hinn almáttugi rangsnúa réttlætinu?
4 Ef börn þín syndguðu gegn honum
var hann bara að refsa þeim fyrir uppreisn þeirra.*
5 En ef þú bara snerir þér til Guðs+
og bæðir Hinn almáttuga um miskunn
6 og ef þú værir hreinn og heiðarlegur+
myndi hann gefa þér gaum*
og láta þig endurheimta réttmæta stöðu þína.
7 Og þótt þú byrjaðir smátt
ættirðu þér glæsta framtíð.+
8 Spyrðu fyrri kynslóð
og taktu eftir að hvaða niðurstöðu feður hennar komust.+
9 Við fæddumst ekki fyrr en í gær og vitum ekki neitt
því að dagar okkar á jörðinni eru eins og skuggi.
10 Mun ekki fyrri kynslóð fræða þig
og segja þér það sem hún veit?*
11 Verður papýrussef hávaxið þar sem ekki er mýri?
Verður reyr hávaxinn án vatns?
12 Nei, það visnar áður en það blómgast, áður en það er slegið.
Það skrælnar á undan öllum öðrum plöntum.
13 Þannig fer fyrir öllum sem gleyma Guði
því að von hins guðlausa* verður að engu.
14 Það sem hann treystir á er einskis virði,
það er ekki traustara en köngulóarvefur.*
15 Hann hallar sér að húsi sínu en það stendur ekki,
hann rígheldur í það en það hrynur.
16 Hann er safarík jurt í sólskininu
og sprotar hans teygja sig um garðinn.+
17 Rætur hans fléttast um grjóthrúgu,
hann leitar sér að heimili meðal steinanna.*
18 En þegar hann er upprættur af sínum stað
mun staðurinn afneita honum og segja: ‚Ég hef aldrei séð þig.‘+
21 Hann mun aftur fylla munn þinn hlátri
og varir þínar gleðiópum.
22 Þeir sem hata þig skulu klæðast skömm
og tjald hinna illu verður ekki til framar.“