Jobsbók
2 Ég er umkringdur mönnum sem hæðast að mér+
og ég neyðist til að horfa upp á mótþróa þeirra.
3 Taktu við veði mínu og geymdu það hjá þér.
Hver annar myndi ganga í ábyrgð fyrir mig með handabandi?+
5 Menn bjóðast til að gefa vinum sínum með sér
en vanrækja sín eigin börn.*
7 Augu mín myrkvast af sorg+
og útlimir mínir eru ekkert nema skugginn.
8 Réttsýnt fólk starir furðu lostið á þetta
og hinum saklausa blöskrar hegðun guðleysingjans.*
10 Þið megið þó koma og halda áfram að þrasa
en hingað til hefur enginn ykkar sagt neitt viturlegt.+
12 Þeir gera nótt að degi og segja:
‚Bráðum hlýtur að birta fyrst nú er myrkur.‘
14 Ég kalla til grafarinnar:+ ‚Þú ert faðir minn!‘
til maðkanna: ‚Móðir mín og systir!‘
15 Hvar er þá von mín?+
Hver getur séð nokkra von fyrir mig?