Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Jobsbók 17
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

Jobsbók – yfirlit

      • Job heldur áfram (1–16)

        • „Ég er umkringdur mönnum sem hæðast að mér“ (2)

        • „Guð hefur gert mig að athlægi“ (6)

        • ‚Gröfin verður heimili mitt‘ (13)

Jobsbók 17:1

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „Andi“.

Millivísanir

  • +Sl 88:3, 4; Jes 38:10

Jobsbók 17:2

Millivísanir

  • +Sl 35:16; Heb 11:36

Jobsbók 17:3

Millivísanir

  • +Okv 17:18

Jobsbók 17:4

Neðanmáls

  • *

    Eða „hjarta þeirra“.

Millivísanir

  • +2Sa 17:14; Jes 6:10; Mt 11:25

Jobsbók 17:5

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „augu barna þeirra daprast“.

Jobsbók 17:6

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „máltæki“.

Millivísanir

  • +Sl 69:11, 12
  • +Job 30:9, 10

Jobsbók 17:7

Millivísanir

  • +Job 16:16; Sl 6:7; 31:9

Jobsbók 17:8

Neðanmáls

  • *

    Eða „fráhvarfsmannsins“.

Jobsbók 17:9

Millivísanir

  • +Sl 119:165
  • +Sl 24:3, 4; 84:5, 7

Jobsbók 17:10

Millivísanir

  • +Job 6:29

Jobsbók 17:11

Millivísanir

  • +Job 7:6; 9:25; Jes 38:10
  • +Jak 4:13, 14

Jobsbók 17:13

Neðanmáls

  • *

    Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.

Millivísanir

  • +Pré 12:5, 7
  • +Job 10:21, 22

Jobsbók 17:14

Millivísanir

  • +Sl 49:7, 9; 143:7

Jobsbók 17:15

Millivísanir

  • +Job 7:6; 14:19; 19:10

Jobsbók 17:16

Neðanmáls

  • *

    Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.

Millivísanir

  • +1Mó 3:19; Job 3:19

Almennt

Job. 17:1Sl 88:3, 4; Jes 38:10
Job. 17:2Sl 35:16; Heb 11:36
Job. 17:3Okv 17:18
Job. 17:42Sa 17:14; Jes 6:10; Mt 11:25
Job. 17:6Sl 69:11, 12
Job. 17:6Job 30:9, 10
Job. 17:7Job 16:16; Sl 6:7; 31:9
Job. 17:9Sl 119:165
Job. 17:9Sl 24:3, 4; 84:5, 7
Job. 17:10Job 6:29
Job. 17:11Job 7:6; 9:25; Jes 38:10
Job. 17:11Jak 4:13, 14
Job. 17:13Pré 12:5, 7
Job. 17:13Job 10:21, 22
Job. 17:14Sl 49:7, 9; 143:7
Job. 17:15Job 7:6; 14:19; 19:10
Job. 17:161Mó 3:19; Job 3:19
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
Biblían – Nýheimsþýðingin
Jobsbók 17:1–16

Jobsbók

17 Lífskraftur* minn er á þrotum, dagar mínir eru á enda,

gröfin bíður mín.+

 2 Ég er umkringdur mönnum sem hæðast að mér+

og ég neyðist til að horfa upp á mótþróa þeirra.

 3 Taktu við veði mínu og geymdu það hjá þér.

Hver annar myndi ganga í ábyrgð fyrir mig með handabandi?+

 4 Þú hefur meinað þeim* um skynsemi,+

þess vegna upphefurðu þá ekki.

 5 Menn bjóðast til að gefa vinum sínum með sér

en vanrækja sín eigin börn.*

 6 Guð hefur gert mig að athlægi* meðal fólks+

svo að menn hrækja framan í mig.+

 7 Augu mín myrkvast af sorg+

og útlimir mínir eru ekkert nema skugginn.

 8 Réttsýnt fólk starir furðu lostið á þetta

og hinum saklausa blöskrar hegðun guðleysingjans.*

 9 Hinn réttláti víkur ekki af sinni leið+

og sá sem hefur hreinar hendur styrkist.+

10 Þið megið þó koma og halda áfram að þrasa

en hingað til hefur enginn ykkar sagt neitt viturlegt.+

11 Dagar mínir eru taldir,+

fyrirætlanir mínar, langanir hjarta míns, eru orðnar að engu.+

12 Þeir gera nótt að degi og segja:

‚Bráðum hlýtur að birta fyrst nú er myrkur.‘

13 Ef ég bíð ögn lengur verður gröfin* heimili mitt,+

ég bý mér rúm í myrkri.+

14 Ég kalla til grafarinnar:+ ‚Þú ert faðir minn!‘

til maðkanna: ‚Móðir mín og systir!‘

15 Hvar er þá von mín?+

Hver getur séð nokkra von fyrir mig?

16 Hún hverfur bak við slagbranda grafarinnar*

þegar við öll hnígum saman niður í moldina.“+

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila