Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Jobsbók 20
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

Jobsbók – yfirlit

      • Síðari ræða Sófars (1–29)

        • Finnst Job hafa móðgað sig (2, 3)

        • Gefur í skyn að Job sé illur (5)

        • Segir að Job njóti þess að syndga (12, 13)

Jobsbók 20:1

Millivísanir

  • +Job 2:11; 11:1

Jobsbók 20:4

Neðanmáls

  • *

    Eða „mannkynið; Adam“.

Millivísanir

  • +Job 8:8

Jobsbók 20:5

Neðanmáls

  • *

    Eða „fráhvarfsmannsins“.

Millivísanir

  • +Job 8:13, 19; 21:28

Jobsbók 20:9

Millivísanir

  • +Job 8:13, 18

Jobsbók 20:10

Millivísanir

  • +Job 20:18

Jobsbók 20:14

Neðanmáls

  • *

    Eða „gall kóbrunnar“.

Jobsbók 20:16

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „tunga“.

Jobsbók 20:18

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „og gleypir það ekki“.

Millivísanir

  • +Job 20:10

Jobsbók 20:23

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „hann“.

Jobsbók 20:25

Millivísanir

  • +Job 15:21; 18:5, 11

Jobsbók 20:28

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „hans“.

Almennt

Job. 20:1Job 2:11; 11:1
Job. 20:4Job 8:8
Job. 20:5Job 8:13, 19; 21:28
Job. 20:9Job 8:13, 18
Job. 20:10Job 20:18
Job. 20:18Job 20:10
Job. 20:25Job 15:21; 18:5, 11
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
  • 22
  • 23
  • 24
  • 25
  • 26
  • 27
  • 28
  • 29
Biblían – Nýheimsþýðingin
Jobsbók 20:1–29

Jobsbók

20 Sófar+ Naamaíti tók þá til máls og sagði:

 2 „Mér er órótt og ég finn mig knúinn til að svara

því að ég er í miklu uppnámi.

 3 Ég hef hlustað á móðgandi ávítur

og skynsemin knýr mig til að svara.

 4 Þú hlýtur að hafa vitað það alla tíð,

því að þannig hefur það verið síðan maðurinn* var settur á jörðina,+

 5 að gleðióp hins illa standa stutt

og fögnuður hins guðlausa* varir aðeins augnablik.+

 6 Þótt hroki hans teygi sig til himins

og höfuð hans nái upp í skýin

 7 hverfur hann fyrir fullt og allt eins og hans eigin saur.

Þeir sem sáu hann áður spyrja: ‚Hvar er hann?‘

 8 Hann svífur burt eins og draumur og þeir finna hann ekki,

hann hverfur eins og nætursýn.

 9 Augað sem sá hann sér hann ekki framar,

hann sést aldrei aftur á heimili sínu.+

10 Börn hans falast eftir velvild fátækra

og með eigin höndum þarf hann að skila auði sínum.+

11 Bein hans voru full af æskuþrótti

en þrótturinn hverfur með honum í moldina.

12 Þótt illskan sé sæt í munni hans

og hann feli hana undir tungunni,

13 þótt hann njóti hennar vel og lengi

og geymi hana í munni sér,

14 þá verður maturinn beiskur í maga hans,

hann verður eins og kóbrueitur* í kviði hans.

15 Hann þarf að spúa auðnum sem hann gleypti,

Guð tæmir maga hans.

16 Hann sýgur kóbrueitur,

höggtennur* nöðrunnar drepa hann.

17 Hann fær aldrei að sjá rennandi læki,

hunang og smjör í stríðum straumum.

18 Hann skilar því sem hann á án þess að njóta þess,*

hann hefur ekki ánægju af auðnum sem hann græddi.+

19 Hann kúgaði hina fátæku og yfirgaf þá,

hann sölsaði undir sig hús sem hann byggði ekki.

20 En hann fær ekki hugarró,

auðurinn bjargar honum ekki.

21 Ekkert er eftir sem hann getur gleypt,

þess vegna er velmegun hans ekki varanleg.

22 Þegar hann er sem auðugastur bera áhyggjurnar hann ofurliði,

ógæfan kemur yfir hann af fullum krafti.

23 Þegar hann hámar í sig mat

sendir Guð* brennandi reiði sína yfir hann

og lætur henni rigna yfir hann.

24 Þegar hann flýr undan járnvopnum

er örvum skotið gegnum hann af koparboga.

25 Hann dregur ör úr baki sínu,

glitrandi vopn úr gallblöðrunni

og skelfing grípur hann.+

26 Fjársjóðir hans hverfa í svartamyrkur,

eldur sem enginn glæðir gleypir hann,

ógæfa bíður allra sem eftir lifa í tjaldi hans.

27 Himinninn afhjúpar synd hans,

jörðin rís gegn honum.

28 Flóð skolar burt húsi hans,

stríður straumur á reiðidegi Guðs.*

29 Þetta er það hlutskipti sem vondur maður fær frá Guði,

arfurinn sem Guð hefur úthlutað honum.“

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila