Jesaja
Sestu á jörðina þar sem ekkert hásæti er,+
þú Kaldeadóttir,
því að aldrei framar verður þú kölluð fínleg og ofdekruð.
2 Taktu handkvörn og malaðu mjöl.
Fjarlægðu slæðuna.
Klæddu þig úr pilsinu og beraðu fótleggina.
Farðu yfir árnar.
3 Allir munu sjá að þú ert nakin.
Skömm þín verður afhjúpuð.
Ég ætla að ná fram hefndum+ og enginn getur staðið í vegi fyrir mér.*
Þú verður ekki lengur kölluð drottning konungsríkja.+
7 Þú sagðir: „Ég verð alltaf drottning, að eilífu.“+
Þú veittir þessu ekki athygli,
þú veltir ekki fyrir þér hver endirinn yrði.
„Það jafnast enginn á við mig.+
Ég verð aldrei ekkja,
ég mun aldrei missa börnin mín.“+
9 En hvort tveggja kemur óvænt yfir þig, á einum degi:+
Þú missir börnin og verður ekkja.
10 Þér fannst þú vera örugg í illsku þinni.
Þú sagðir: „Enginn sér til mín.“
Viska þín og þekking leiddi þig afvega
og þú hugsar með þér: „Það jafnast enginn á við mig.“
11 En ógæfa kemur yfir þig
og engir galdrar þínir geta afstýrt því.
Þú lendir í raunum og kemst ekki undan þeim.
Eyðing sem þú hefur aldrei kynnst kemur skyndilega yfir þig.+
Kannski getur það gagnast þér,
kannski geturðu hrætt einhvern með þeim.
13 Allir ráðgjafar þínir hafa þreytt þig.
Nú ættu þeir að ganga fram og bjarga þér,
þeir sem dýrka himininn og* horfa á stjörnurnar,+
þeir sem boða á nýju tungli
það sem kemur yfir þig.
14 Þeir eru eins og hálmur
og eldur mun brenna þá upp til agna.
Þeir geta ekki bjargað sjálfum sér úr logunum.
Þetta eru engar glóðir til að ylja sér við
eða eldur til að sitja við.
15 Þannig fer fyrir galdramönnum þínum,
þeim sem þú hefur stritað með frá æsku.
Þeir hverfa hver í sína áttina.*
Enginn kemur þér til bjargar.+