Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Jeremía 27
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

Jeremía – yfirlit

      • Ok Babýlonar (1–11)

      • Sedekía sagt að gefast upp fyrir Babýlon (12–22)

Jeremía 27:1

Neðanmáls

  • *

    Eða „Sedekía“, samkvæmt sumum fornum handritum.

Jeremía 27:3

Millivísanir

  • +Esk 25:12, 13; Ób 1
  • +Jer 48:1; Esk 25:8, 9
  • +Jer 49:1, 2; Esk 25:2
  • +Jes 23:1; Jer 47:4; Esk 26:3
  • +Jes 23:4; Esk 28:21; Jl 3:4

Jeremía 27:5

Millivísanir

  • +Dan 4:17

Jeremía 27:6

Millivísanir

  • +Jer 25:9; 28:14; 43:10; Dan 2:37, 38

Jeremía 27:7

Millivísanir

  • +Sl 137:8; Jer 50:14, 27; Dan 5:26, 30
  • +Jer 25:12, 14; 51:11

Jeremía 27:8

Neðanmáls

  • *

    Eða „sjúkdómi“.

Millivísanir

  • +Esk 26:7, 8

Jeremía 27:11

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „hvílast“.

Jeremía 27:12

Millivísanir

  • +2Kon 24:17; 1Kr 3:15; Jer 37:1
  • +Jer 38:2, 20

Jeremía 27:13

Millivísanir

  • +2Kon 25:7
  • +2Kon 25:3
  • +Jer 21:9; Esk 14:21

Jeremía 27:14

Millivísanir

  • +Jer 28:1, 2, 11; 37:19
  • +Jer 14:14; 23:21; 28:15; 29:8, 9; Esk 13:6

Jeremía 27:15

Millivísanir

  • +Jer 20:6; 29:21; Esk 13:3

Jeremía 27:16

Millivísanir

  • +2Kon 24:11, 13; 2Kr 36:7; Jer 28:1–3; Dan 1:1, 2
  • +Jer 14:13

Jeremía 27:17

Millivísanir

  • +Jer 27:11; 38:17

Jeremía 27:18

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „húsi“.

Jeremía 27:19

Neðanmáls

  • *

    Það er, koparhafið í musterinu.

Millivísanir

  • +1Kon 7:15; 2Kon 25:17; 2Kr 4:11, 12; Jer 52:21
  • +1Kon 7:23
  • +1Kon 7:27; 2Kon 25:16; 2Kr 4:11, 14

Jeremía 27:20

Millivísanir

  • +2Kon 24:14, 15; 2Kr 36:10; Jer 24:1; Dan 1:2, 3

Jeremía 27:21

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „húsi“.

Jeremía 27:22

Millivísanir

  • +2Kon 25:13, 14; 2Kr 36:18; Jer 52:17, 18; Dan 5:3
  • +Esr 1:7; 5:14

Almennt

Jer. 27:3Esk 25:12, 13; Ób 1
Jer. 27:3Jer 48:1; Esk 25:8, 9
Jer. 27:3Jer 49:1, 2; Esk 25:2
Jer. 27:3Jes 23:1; Jer 47:4; Esk 26:3
Jer. 27:3Jes 23:4; Esk 28:21; Jl 3:4
Jer. 27:5Dan 4:17
Jer. 27:6Jer 25:9; 28:14; 43:10; Dan 2:37, 38
Jer. 27:7Sl 137:8; Jer 50:14, 27; Dan 5:26, 30
Jer. 27:7Jer 25:12, 14; 51:11
Jer. 27:8Esk 26:7, 8
Jer. 27:122Kon 24:17; 1Kr 3:15; Jer 37:1
Jer. 27:12Jer 38:2, 20
Jer. 27:132Kon 25:7
Jer. 27:132Kon 25:3
Jer. 27:13Jer 21:9; Esk 14:21
Jer. 27:14Jer 28:1, 2, 11; 37:19
Jer. 27:14Jer 14:14; 23:21; 28:15; 29:8, 9; Esk 13:6
Jer. 27:15Jer 20:6; 29:21; Esk 13:3
Jer. 27:162Kon 24:11, 13; 2Kr 36:7; Jer 28:1–3; Dan 1:1, 2
Jer. 27:16Jer 14:13
Jer. 27:17Jer 27:11; 38:17
Jer. 27:191Kon 7:15; 2Kon 25:17; 2Kr 4:11, 12; Jer 52:21
Jer. 27:191Kon 7:23
Jer. 27:191Kon 7:27; 2Kon 25:16; 2Kr 4:11, 14
Jer. 27:202Kon 24:14, 15; 2Kr 36:10; Jer 24:1; Dan 1:2, 3
Jer. 27:222Kon 25:13, 14; 2Kr 36:18; Jer 52:17, 18; Dan 5:3
Jer. 27:22Esr 1:7; 5:14
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
  • 22
Biblían – Nýheimsþýðingin
Jeremía 27:1–22

Jeremía

27 Í upphafi stjórnar Jójakíms* Jósíasonar Júdakonungs kom þetta orð til Jeremía frá Jehóva: 2 „Jehóva sagði við mig: ‚Gerðu þér reipi og ok og leggðu á háls þinn. 3 Sendu þau síðan konunginum í Edóm,+ konunginum í Móab,+ konungi Ammóníta,+ konunginum í Týrus+ og konunginum í Sídon+ með sendiboðunum sem eru komnir til Sedekía Júdakonungs í Jerúsalem. 4 Segðu þeim að flytja húsbændum sínum þessi fyrirmæli:

„Jehóva hersveitanna, Guð Ísraels, segir að þið skuluð flytja húsbændum ykkar þessi skilaboð: 5 ‚Ég er sá sem skapaði jörðina, mennina og dýrin á jörðinni með mínum mikla mætti og útréttum handlegg, og ég gef það hverjum sem ég vil.+ 6 Nú hef ég gefið öll þessi lönd í hendur þjóns míns, Nebúkadnesars+ Babýlonarkonungs. Ég hef jafnvel gefið honum villt dýr merkurinnar til að þau þjóni honum. 7 Allar þjóðir munu þjóna honum, syni hans og sonarsyni þar til tími hans eigin lands rennur upp+ og margar þjóðir og voldugir konungar gera hann að þræli sínum.‘+

8 ‚Ef nokkur þjóð eða ríki neitar að þjóna Nebúkadnesari Babýlonarkonungi og beygja háls sinn undir ok hans mun ég refsa þeirri þjóð með sverði,+ hungursneyð og drepsótt,‘* segir Jehóva, ‚þar til ég hef gereytt henni með hendi hans.‘

9 ‚Hlustið því ekki á spámenn ykkar, spásagnarmenn, draumamenn, galdramenn og særingamenn sem segja við ykkur: „Þið munuð ekki þjóna konungi Babýlonar.“ 10 Þeir boða ykkur lygar og þess vegna verðið þið flutt burt, langt frá landi ykkar. Ég tvístra ykkur svo að þið farist.

11 En þeirri þjóð sem beygir háls sinn undir ok Babýlonarkonungs og þjónar honum leyfi ég að vera um kyrrt* í landi sínu,‘ segir Jehóva, ‚til að rækta það og búa í því.‘“‘“

12 Ég sagði það sama við Sedekía+ Júdakonung: „Beygið háls ykkar undir ok Babýlonarkonungs. Þjónið honum og þjóð hans, þá munuð þið halda lífi.+ 13 Hvers vegna ættir þú og þjóð þín að falla fyrir sverði,+ hungursneyð+ og drepsótt+ eins og Jehóva hefur boðað þeirri þjóð sem vill ekki þjóna Babýlonarkonungi? 14 Hlustið ekki á orð spámannanna sem segja við ykkur: ‚Þið munuð ekki þjóna konungi Babýlonar,‘+ því að þeir boða ykkur lygar.+

15 ‚Ég hef ekki sent þá,‘ segir Jehóva. ‚Þeir fara með lygar í mínu nafni og það leiðir til þess að ég tvístra ykkur svo að þið farist ásamt spámönnunum sem spá fyrir ykkur.‘“+

16 Og við prestana og allt þetta fólk sagði ég: „Jehóva segir: ‚Hlustið ekki á orð spámanna ykkar sem spá fyrir ykkur og segja: „Sjáið til. Áhöldin úr húsi Jehóva verða mjög fljótlega flutt hingað aftur frá Babýlon!“+ Þeir boða ykkur lygar.+ 17 Hlustið ekki á þá. Þjónið konungi Babýlonar svo að þið haldið lífi.+ Hvers vegna ætti þessi borg að leggjast í rúst? 18 En ef þeir eru spámenn og ef orð Jehóva er hjá þeim ættu þeir að biðja Jehóva hersveitanna að þau áhöld sem eftir eru í húsi Jehóva, í höll* Júdakonungs og í Jerúsalem verði ekki flutt burt til Babýlonar.‘

19 Jehóva hersveitanna segir um súlurnar,+ hafið,*+ vagnana+ og áhöldin sem eftir eru í þessari borg, 20 þau sem Nebúkadnesar Babýlonarkonungur tók ekki þegar hann flutti Jekonja Jójakímsson Júdakonung í útlegð frá Jerúsalem til Babýlonar ásamt öllu tignarfólkinu í Júda og Jerúsalem,+ 21 já, Jehóva hersveitanna, Guð Ísraels, segir um áhöldin sem eftir eru í húsi Jehóva, í höll* Júdakonungs og í Jerúsalem: 22 ‚„Til Babýlonar verða þau flutt+ og þar verða þau til þess dags þegar ég sný mér að þeim,“ segir Jehóva. „Þá sæki ég þau og flyt þau aftur á þennan stað.“‘“+

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila