Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • be þjálfunarliður 11 bls. 118-bls. 120 gr. 4
  • Hlýja og tilfinning

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hlýja og tilfinning
  • Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
  • Svipað efni
  • Eldmóður og hlýja
    Taktu framförum í ræðumennsku og kennslutækni
  • Hlýja og samkennd
    Leggðu þig fram við að lesa og kenna
  • Hafðu sjálfstjórn til að bera og farðu vaxandi í henni
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1994
  • Látum okkur annt um tilfinningar annarra
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2019
Sjá meira
Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
be þjálfunarliður 11 bls. 118-bls. 120 gr. 4

Námskafli 11

Hlýja og tilfinning

Hvað þarftu að gera?

Talaðu í samræmi við blæ efnisins og láttu áheyrendur finna hvernig þér er innanbrjósts.

Hvers vegna er það mikilvægt?

Það er nauðsynlegt að sýna hlýju og tilfinningu til að ná til hjartna áheyrenda.

TILFINNINGAR eru einn af meginþáttum mannlífsins. Þegar maður lætur tilfinningar sínar í ljós opinberar hann hvað býr í hjarta hans, hvers konar maður hann er innst inni og hvað honum finnst um menn og málefni. Margir fara dult með tilfinningar sínar sem oft má rekja til erfiðrar lífsreynslu, og í sumum tilvikum til uppeldis og menningaráhrifa. En Jehóva hvetur okkur til að þroska með okkur góða eiginleika hið innra og sýna svo hvaða mann við höfum að geyma. — Rómv. 12:10; 1. Þess. 2:7, 8.

Oft segja orðin, sem við notum, hvaða tilfinningar við berum í brjósti. En ef við leggjum ekki viðeigandi tilfinningu í þau gætu áheyrendur efast um einlægni okkar. Með því að leggja viðeigandi tilfinningu í orðin getum við aftur á móti náð fram fegurð og fyllingu sem getur snortið hjörtu þeirra sem á okkur hlýða.

Að sýna hlýju. Fólki hlýnar oft um hjartarætur við það að hugsa til annarra. Raddblærinn ætti því að vera hlýr þegar við tölum um aðlaðandi eiginleika Jehóva og lýsum þakklæti okkar fyrir gæsku hans. (Jes. 63:7-9) Og við ættum einnig að vera hlýleg og aðlaðandi í tali þegar við tölum við meðbræður okkar.

Holdsveikur maður kemur til Jesú og sárbænir hann um að lækna sig. Ímyndaðu þér raddblæ Jesú er hann segir: „Ég vil, verð þú hreinn!“ (Mark. 1:40, 41) Og sjáðu fyrir þér konu sem hefur þjáðst af blæðingum í 12 ár og nálgast Jesú hljóðlega aftan frá og snertir faldinn á skikkju hans. Þegar hún gerir sér ljóst að hún fær ekki dulist fellur hún skjálfandi að fótum hans og segir frá því í allra áheyrn hvers vegna hún hafi snert skikkju hans og hvernig hún hafi læknast. Ímyndaðu þér raddblæ Jesú er hann segir við hana: „Dóttir, trú þín hefur bjargað þér. Far þú í friði.“ (Lúkas 8:42b-48) Hlýja Jesú snertir hjörtu okkar enn þann dag í dag.

Ef við finnum til með fólki eins og Jesús gerði og þráum að hjálpa því endurómar raddblærinn það. Hlýjan er einlæg en ekki ýkt. Hún getur haft mikil áhrif á viðbrögð fólks. Flest sem við segjum í boðunarstarfinu er til þess fallið að tala með hlýju, ekki síst er við rökræðum, uppörvum, hvetjum og sýnum samúð.

Ef þér er hlýtt til annarra skaltu sýna það með svipnum. Sértu hlýlegur laðast áheyrendur að þér eins og að eldi á kaldri nóttu. Ef svipurinn endurspeglar ekki hlýju er óvíst að áheyrendur sannfærist um að þér sé annt um þá. Það er ekki hægt að bregða hlýjunni upp eins og grímu — hún verður að vera ósvikin.

Raddblærinn ætti einnig að enduróma hlýju. Sé rödd þín hrjúf og hörð geturðu átt erfitt með að láta hana hljóma hlýlega. En þú getur áorkað ýmsu með vinnu og viðleitni. Eitt tæknilegt atriði, sem gæti hjálpað þér, er að hafa hugfast að stutt og snubbótt hljóð gera málið hart áheyrnar. Lærðu að teygja aðeins á mjúku hljóðunum. Það mýkir þau og stuðlar að hlýju í röddinni.

En reyndar er enn mikilvægara að áhugi manns beinist í rétta átt. Ef áhugi þinn beinist óskiptur að þeim sem þú ert að tala við og þér er einlæglega annt um að miðla þeim einhverju gagnlegu, þá endurómar raddblærinn þessa tilfinningu.

Líflegur flutningur er örvandi en samkennd er einnig nauðsynleg. Það er ekki alltaf nóg að sannfæra hugann; það þarf líka að ná til hjartans.

Sýndu aðrar tilfinningar. Þjáðum og þjökuðum manni er eðlilegt að vera kvíðinn, óttasleginn og niðurdreginn. Gleði ætti að vera áberandi í fari okkar og við ættum að sýna hana fúslega þegar við tölum við fólk. Sumum tilfinningum þarf hins vegar að halda í skefjum því að þær samræmast ekki kristnum persónuleika. (Ef. 4:31, 32; Fil. 4:4) Hægt er að tjá alls konar tilfinningar með orðavali, raddblæ, ákafa, svipbrigðum og tilburðum.

Biblían lýsir öllu litrófi mannlegra tilfinninga. Stundum nefnir hún þær aðeins á nafn en stundum segir hún frá atburðum eða vitnar í orð manna þar sem þessar tilfinningar birtast. Þegar þú lest þess konar efni upphátt hefur það meiri áhrif á sjálfan þig og áheyrendur þína ef þú lætur röddina enduróma þessar tilfinningar. Til þess þarftu að setja þig í spor þeirra sem þú ert að lesa um. Ræða er hins vegar ekki leiklestur þannig að upplesturinn má ekki vera ýktur eða tilgerðarlegur, en gerðu leskaflann samt lifandi svo að hann sitji eftir í hugum áheyrenda.

Í samræmi við efnið. Hlýjan, samkenndin og aðrar tilfinningar, sem þú leggur í flutninginn, er að miklu leyti undir efninu komið, ekki ósvipað og eldmóðurinn.

Líttu yfir Matteus 11:28-30. Lestu síðan hvernig Jesús fordæmir fræðimenn og farísea í 23. kaflanum hjá Matteusi. Það er ekki hægt að ímynda sér að hann hafi sagt þessi hörðu og dæmandi orð dauflega og líflaust.

Hvers konar tilfinningu heldurðu að þurfi að leggja í lestur frásögu eins og í 44. kafla 1. Mósebókar þar sem Júda biður Benjamín bróður sínum griða? Taktu eftir tilfinningunum sem lesa má út úr 13. versinu, vísbendingunni í 16. versi um það hvernig Júda hugsar um ástæðuna fyrir ógæfu þeirra bræðra, og einnig um viðbrögð Jósefs sjálfs eins og fram kemur í 1. Mósebók 45:1.

Hvort sem við erum að lesa upp eða flytja mál okkar skulum við gera flutninginn áhrifaríkan með því að gefa bæði gaum að orðunum og hugmyndunum og eins hvaða tilfinning hæfir efninu.

AÐ SÝNA HLÝJU OG TILFINNINGU

  • Vertu ekki of upptekinn af orðunum sem þú ætlar að nota heldur einbeittu þér að því að gera áheyrendum gagn.

  • Láttu bæði raddblæ og svipbrigði endurspegla þær tilfinningar sem hæfa efninu.

  • Fylgstu vel með góðum upplesurum og ræðumönnum og lærðu af þeim.

ÆFING: Lestu eftirfarandi biblíukafla upphátt, með þeirri tilfinningu sem hæfir efninu: Matteus 20:29-34; Lúkas 15:11-32.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila