Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lr kafli 32 bls. 167-171
  • Jehóva verndaði Jesú

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Jehóva verndaði Jesú
  • Lærum af kennaranum mikla
  • Svipað efni
  • Jesús og stjörnuspekingarnir
    Mesta mikilmenni sem lifað hefur
  • Á flótta undan harðstjóra
    Mesta mikilmenni sem lifað hefur
  • Hverjir voru „vitringarnir þrír“? Fylgdu þeir „Betlehemsstjörnunni“?
    Biblíuspurningar og svör
  • Stjarna leiðir menn
    Biblíusögubókin mín
Sjá meira
Lærum af kennaranum mikla
lr kafli 32 bls. 167-171

32. KAFLI

Jehóva verndaði Jesú

JEHÓVA gerir margt til að vernda þá sem eru ungir og varnarlausir. Þú getur séð dæmi um það ef þú ert á gangi úti í móa. En þú skilur kannski ekki strax hvað er á seyði.

Þú sérð fugl koma fljúgandi og setjast á jörðina stutt frá þér. Hann virðist vera meiddur. Hann dregur annan vænginn eftir jörðinni og færir sig frá þér þegar þú nálgast. Þú eltir fuglinn en hann er alltaf rétt á undan þér. Síðan flýgur hann allt í einu í burtu. Hann var þá ekkert meiddur á vængnum! Veistu hvað hann var að gera? —

Þetta var ungamamma sem var með unga sína í felum í móanum rétt hjá. Hún var hrædd um að þú fyndir ungana hennar og gerðir þeim mein. Þess vegna þóttist hún vera meidd og lokkaði þig í burtu. Veistu hver getur verndað okkur eins og ungamamma verndar ungana sína? — Það er Jehóva. Biblían líkir honum við örn sem verndar ungana sína. — 5. Mósebók 32:11, 12.

Hvernig verndar þessi ungamamma ungana sína?

Af öllum sonum sínum og dætrum þótti Jehóva vænst um Jesú. Þegar Jesús var á himnum var hann máttug andavera eins og faðir hans. Hann gat séð um sig sjálfur. En þegar hann fæddist á jörðinni var hann ósjálfbjarga og þarfnaðist verndar.

Jesús þurfti að verða fullorðinn maður til að vilji Guðs með hann næði fram að ganga. En Satan vildi koma í veg fyrir það og reyndi að myrða hann. Það er spennandi að heyra hvernig Jehóva verndaði Jesú þegar reynt var að myrða hann á barnsaldri. Langar þig til að heyra söguna af því? —

Skömmu eftir að Jesús fæðist lætur Satan sjást eitthvað á himninum í Austurlöndum sem líkist stjörnu. Menn, sem eru kallaðir vitringar eða stjörnuspekingar, elta þessa stjörnu hundruð kílómetra alla leið til Jerúsalem. Þegar þeir eru komnir þangað spyrja þeir hvar konungur Gyðinga eigi að fæðast. Biblíufróðir menn eru spurðir um þetta og þeir svara: „Í Betlehem.“ — Matteus 2:1-6.

Hvað segir Guð við stjörnuspekingana sem verður til þess að bjarga Jesú?

Í Jerúsalem er vondur konungur sem heitir Heródes. Eftir að hann heyrir um þennan nýja konung, sem hafði nýlega fæðst í nágrannabænum Betlehem, segir hann við stjörnuspekingana: ,Farið og finnið barnið og komið svo aftur til mín og látið mig vita.‘ Veistu af hverju Heródes vill vita hvar Jesús er? — Það er af því að hann er öfundsjúkur og vill myrða hann!

Hvernig verndar Guð son sinn? — Stjörnuspekingarnir finna Jesú og gefa honum gjafir. Seinna segir Guð þeim í draumi að fara ekki aftur til Heródesar. Þeir fara því aðra leið heim án þess að koma við í Jerúsalem. Heródes verður afar reiður þegar hann kemst að því að stjörnuspekingarnir eru farnir. Hann reynir að myrða Jesú með því að láta drepa alla drengi í Betlehem sem eru yngri en tveggja ára. En Jesús er farinn burt.

Veistu hvernig Jesús kemst undan? — Þegar stjörnuspekingarnir eru farnir segir Jehóva við Jósef, eiginmann Maríu, að þau eigi að flýja alla leið til Egyptalands. Þar er Jesús óhultur fyrir hinum vonda Heródesi. Nokkrum árum seinna koma Jósef, María og Jesús til baka frá Egyptalandi og þá aðvarar Guð Jósef aftur. Hann segir honum í draumi að flytjast til Nasaret þar sem Jesús verði óhultur. — Matteus 2:7-23.

Hvernig verndaði Guð drenginn Jesú í annað sinn?

Sérðu hvernig Jehóva verndaði son sinn? — Hver finnst þér vera eins og ungarnir sem móðirin faldi í móanum eða eins og Jesús þegar hann var smábarn? Ert það ekki þú? — Sumir vilja líka gera þér mein. Veistu hverjir það eru? —

Biblían segir að Satan sé eins og öskrandi ljón sem vilji gleypa okkur. Satan og illu andarnir ráðast oft á börn alveg eins og ljón ráðast á smádýr. (1. Pétursbréf 5:8) En Jehóva er sterkari en Satan. Hann getur verndað börnin sín og bætt fyrir allt það slæma sem Satan gerir þeim.

Manstu hvað Satan og illu andarnir reyna að fá okkur til að gera eins og kom fram í 10. kafla? — Já, þeir reyna að fá okkur til að hafa kynmök sem Guð bannar. En hverjir mega hafa kynmök? — Já, aðeins fullorðinn maður og kona sem eru hjón.

Því miður er til fullorðið fólk sem vill hafa kynmök við börn. Þegar það gerist geta strákar og stelpur farið að gera ýmislegt slæmt sem þau hafa lært af þessu fullorðna fólki. Þau fara líka að nota kynfærin á rangan hátt. Það gerðist fyrir langa löngu í borginni Sódómu. Biblían segir að mennirnir í Sódómu, „bæði ungir og gamlir“, hafi reynt að hafa kynmök við menn sem heimsóttu Lot. — 1. Mósebók 19:4, 5.

Alveg eins og Jesús þarfnaðist verndar þarft þú vernd gegn fullorðnu fólki, og jafnvel öðrum börnum, sem gætu reynt að hafa kynmök við þig. Yfirleitt þykist þetta fólk vera vinir þínir. Það býðst jafnvel til að gefa þér eitthvað ef þú lofar að segja engum frá því sem það vill gera við þig. En svona fólk er eigingjarnt eins og Satan og illu andarnir og það vill bara láta sér líða vel. Og það reynir að láta sér líða vel með því að hafa kynmök við börn. Það er alrangt að gera slíkt!

Veistu hvað svona fólk gæti reynt að gera til að láta sér líða vel? — Það gæti reynt að snerta kynfæri þín eða jafnvel nudda sínum kynfærum upp við þín. En þú ættir aldrei að leyfa neinum að þukla á kynfærum þínum, ekki einu sinni bróður þínum eða systur eða mömmu þinni eða pabba.

Hvað ættirðu að segja og gera ef einhver reynir að snerta þig á óviðeigandi hátt?

Hvernig geturðu verndað líkama þinn gegn fólki sem gerir svona lagað? — Í fyrsta lagi skaltu aldrei leyfa neinum að þukla á kynfærum þínum. Ef einhver reynir að gera það skaltu segja hátt og skýrt: „Hættu! Ég ætla að segja frá þessu!“ Ef hann segir að þetta sé þér að kenna skaltu ekki trúa honum. Þetta er ekki þér að kenna. Þú verður að segja frá þessu sama hver á hlut að máli! Þú ættir að gera það jafnvel þótt hann segi þér að þetta sé leyndarmál ykkar á milli. Jafnvel þótt hann lofi að gefa þér góðar gjafir eða hóti þér ættirðu að fara burt frá honum og segja frá.

Þú þarft ekki að hræðast en þú þarft að vera varkár. Þú verður að hlusta á foreldra þína þegar þau vara þig við hættulegu fólki og varasömum stöðum. Ef þú gerir það gefurðu ekki vondu fólki færi á að gera þér mein.

Lestu um hvernig þú getur verndað þig gegn kynferðisofbeldi: 1. Mósebók 39:7-12; Orðskviðirnir 4:14-16; 14:15, 16; 1. Korintubréf 6:18 og 2. Pétursbréf 2:14.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila